Brúðkaup ársins 2021!

Sunna og Gunnar Bragi Gengu í hjónaband á árinu. Það …
Sunna og Gunnar Bragi Gengu í hjónaband á árinu. Það gerðu einnig man og Ksenia Shak­hmanova sem og Helena Ólafs­dótt­ir og Guðlaug Jóns­dótt­ir. Samsett mynd

Kórónuveiran kom ekki í veg fyrir að Íslendingar létu pússa sig saman á árinu 2021. Frægir Íslendingar innsigliðu samband sitt í ár. Fjölmiðlakonan Friðrika Hjördís gifti sig á Englandi en athafnamaðurinn Róbert Wessman kvæntist í Frakklandi. Sumir létu þó Ísland bara duga og var dagurinn ekkert síðri. 

Rikka og Kári

Fjöl­miðlakon­an Friðrika Hjör­dís Geirs­dótt­ir gekk í hjóna­band í októ­ber með Kára Hall­gríms­syni stjórn­anda á skulda­bréfa­sviði fjár­fest­inga­bank­ans J.P. Morg­an.

Róbert Wessman og Ksenia

Ró­bert Wessman for­stjóri Al­vo­gen og Ksenia Shak­hmanova giftust í Frakklandi í ágúst. 

Helena og Guðlaug 

Knatt­spyrnu­kon­urn­ar fyrr­ver­andi Helena Ólafs­dótt­ir og Guðlaug Jóns­dótt­ir gengu í hjóna­band á Laugardalsvelli í sumar. 

Bolli og Inga María

At­hafnamaður­inn Bolli Krist­ins­son og leik­kon­an Inga María Valdi­mars­dótt­ir létu pússa sig sam­an í Bú­staðakirkju 1. ág­úst.

Halldór og Sigríður

Hall­dór Hall­dórs­son, for­stjóri Íslenska kalkþör­unga­fé­lags­ins ehf., og Sig­ríður Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hall­gríms­kirkju, giftu sig í sumar. 

Erla Hlín og Frosti Gnarr

Erla Hlín Hilm­ars­dótt­ir, förðun­ar­fræðing­ur og eig­andi Ekta, og Frosti Gn­arr, hönnuður og starfsmaður efni.is, gengu í það heil­aga í júní. 

Margrét Eir og Jökull

Söng­kon­an Mar­grét Eir Hönnu­dótt­ir gekk að eiga unn­usta sinn, Jök­ul Jörgensen, í júní í Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði.

Sunna og Gunn­ar Bragi 

Sunna Gunn­ars Marteins­dótt­ir og Gunn­ar Bragi Sveins­son, fyrrverandi þingmaður Miðflokssins, gengu í hjónaband í sumar. 

Glódís og Steinþór Helgi

Jarðfræðing­ur­inn Gló­dís Guðgeirs­dótt­ir og at­hafnamaður­inn Steinþór Helgi Arn­steins­son létu pússa sig sam­an á veit­ingastaðnum Vagn­in­um á Flat­eyri í júlí. 

Þórhildur Sunna og Rafal

Alþing­is­kon­an Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir og Rafal Orp­el gengu í hjóna­band í byrjun júlí. At­höfn­in fór fram í garðinum heima hjá þeim.

Gunnar og Hirako

Leik­ar­inn og dag­skrár­gerðarmaður­inn Gunn­ar Hans­son og Hiroko Ara gengu í hjóna­band í ágúst. 

Heiða Ólafs og Helgi Páll

Söng­kon­an Heiða Ólafs­ og hug­búnaðar­verk­fræðing­ur­inn Helgi Páll Helga­son gengu í hjónaband í júlí. 

mbl.is