Instagram: Íslensku stjörnurnar „mastera“ fyrstu viku ársins

Camilla Rut Rúnarsdóttir, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og …
Camilla Rut Rúnarsdóttir, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Kristín Pétursdóttir höfðu það allar gott þessa fyrstu vinnuviku ársins 2022. Samsett mynd

Fyrsta vinnuvika ársins er liðin og það var nóg um að vera á Instgram. Söngkonan Salka Sól Eyfeld fæddi sitt annað barn, söngkonan Bríet tilkynnti að nýtt lag væri væntanlegt í mánuðinum og Ásdís Rán Gunnarsdóttir skellti í kynþokkafulla sjálfu á laugardegi. Smartland tók saman það helsta sem gerðist á Instagram. 

Söngkonan Birgitta Haukdal skellti sér á skíði með syni sínum. 

Tónlistarkonan Salka Sól eignaðist annað barn sitt. 

Rúrik Gíslason skellti sér í vesti yfir úlpu í Reynisfjöru.

Fótboltamaðurinn Ari Skúlason fór í jöklaferð.

Tónlistarkonan Bríet ætlar að gefa út lag 21. janúar.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

Sara Lind Pálsdóttir, oft kennd við fataverslunina Júník, nýtur lífsins á Tenerife.

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir skellti sér í blátt.

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, ísdrottningin sjálf, skellti í kynþokkafulla laugardagsspeglamynd. 

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir sendi hvatningu til allra.

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

 Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson birti myndir úr Dúbaíferðinni.

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir skellti sér í brúnt leðurdress.

 Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum mikilvæg skilaboð á nýju ári.

Leikkonan Heiða Reed birti mynd úr tökum á síðasta ári.

View this post on Instagram

A post shared by Heida Reed (@heida.reed)

Dansarinn Hanna Rún Bazev og Nikita gerðu gott mót á Ítalíu.

Sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson skellti sér í leðurbuxurnar.

Árið fer vel af stað hjá Hörpu Káradóttur og Make-Up-stúdíói Hörpu Kára.

Fasteignasalinn Hannes Steindórsson er þakklátur fyrir tólf daga ferð til Tenerife og hlakkar til að koma heim og byrja nýja árið.

 Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir slakaði á og naut sólarinnar.

mbl.is