Svona lítur 10 milljóna hringurinn út

Trúlofunarhringur Megan Fox er sérlega fallega hannaður.
Trúlofunarhringur Megan Fox er sérlega fallega hannaður. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Ofurparið Megan Fox og Machine Gun Kelly innsigluðu ástina með trúlofun á dögunum. Hringur Fox frá verðandi eiginmanninum fær hjartað til að slá hraðar. Glæsilegri gerast þeir ekki. 

Verðandi hjónin Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Verðandi hjónin Megan Fox og Machine Gun Kelly. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly vandaði hringvalið vel og fól skartgripahönnuðinum Stephen Webster það verkefni að hanna hinn fullkomna hring. Hringurinn er skreyttur með fæðingarsteinum þeirra beggja, demanti og smaragði. Steinarnir eru stórir og perlulaga og ef vel er gáð mynda þeir hjarta. 

„Steinarnir tákna tvo helminga af sömu sál og mynda hið óljósa hjarta sem er ást okkar,“ skrifaði Machine Gun Kelly á Instagram þar sem hann birti nærmyndir af hringnum. 

Að sögn Oliviu Landau, sérfræðings í demantafræðum hjá The Clear Cut, eru sambærilegir hringir á breiðu verðbili. Í samtali við Page Six taldi hún líklegt að hringur Megan Fox hefði kostað um það bil 50-75 þúsund bandaríkjadali eða 7-10 milljónir íslenskra króna.


  

mbl.is