Instagram: Janúarlægðirnar eiga ekki séns

Samsett mynd

Þrátt fyrir að hertar sóttvarnareglur hafi tekið gildi á miðnætti á föstudagskvöld kom það ekki í veg fyrir að stjörnurnar á Instagram gerðu vel við sig. Áhrifavaldarnir Sunneva Eir Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Ástrós Traustadóttir og vinkonur skelltu sér í Gróðurhúsið í Hveragerði um helgina. Fleiri stjörnur höfðu það einnig gott í vikunni. Smartland tók saman það helsta af Instagram í síðustu viku. 

Aron Can birti stutta myndaseríu.

Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge skellti sér í blómakjól. 

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)

Áhrifavaldurinn og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club Birgitta Líf Björnsdóttir kíkti í hesthúsin. 

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýjardóttir gaf fylgjendum sínum góð ráð. 

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason henti í sunnudagssjálfu. 

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir birti nokkrar myndir frá tökum á Verbúðinni. 

Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman birti nokkrar myndir frá fyrstu tveimur vikum janúarmánaðar. 

Fyrrverandi fótboltakappinn Rúrik Gíslason birti myndir á bak við tjöldin úr myndatöku fyrir þýskt tímarit. 

Handboltamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson, sem sló í gegn með liði Íslands á móti Hollandi á EM í Handbolta á sunnudag, þakkaði fyrir stuðninginn. 

Crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er stödd í Miami í Bandaríkjunum ásamt Annie Mist Þórisdóttur. 

Áhrifvaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir með Balenciaga trefil. 

Ferðaljósmyndarinn Jón Ragnar Jónsson birti myndir úr kuldalegu ævintýri.

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir fór á stefnumót heima með eiginmanni sínum. Eins og sést eiga hjónin afar notalegt hjónaherbergi með risastórum rúmgafli úr flaueli. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Verslunareigandinn Sara Lind Pálsdóttir nýtur lífsins á Tenerife. 

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands er á miklu ferðalagi þessa dagana og er dugleg að deila af því myndum á Instagram. Hún er nú stödd í Egyptalandi þar sem hún nýtur sín í fríi. 

View this post on Instagram

A post shared by Una (@unagram)

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm eru á Kanaríeyjum ásamt fimm börnum sínum. Eins og sést á þessari mynd eru þau að njóta lífsins í botn á þessari sólareyju. 

Áhrifavaldurinn Kristján Einar sem er jafnframt kærsti Svölu Björgvinsdóttur tók sig til að hætti að borða eftir klukkan átta á kvöldin. Hann sýnir afraksturinn á Instagram eða hvernig fituprósentan hefur hríðlækkað.  

Ragnheiður Ragnarsdóttir varð landsþekkt þegar hún sló hvert metið á fætur öðru í sundheiminum. Hún keppti á Ólympíuleikunum 2004 og 2008 en lærði svo leiklist. Hér er hún í sundfötum í íslenskri náttúru. 

mbl.is