Lára Clausen opinberar bóndann sinn

Benedikt Hlöðversson er bóndinn hennar Láru.
Benedikt Hlöðversson er bóndinn hennar Láru. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen er komin með kærasta en sá heppni heitir Benedikt Hlöðversson. Lára birti mynd af kærastanum á föstudaginn en þá var einmitt bóndadagurinn. 

„Bóndinn minn,“ skrifaði Lára í sögu á Instagram og birti mynd af sér með kærastanum. Benedikt og Lára eru einnig skráð í samband á Facebook. 

Lára á stóran fylgjendahóp á Instagram en birtir aðallega myndir af sjálfri sér. Á Instagram er ekki margt sem bendir til þess að þau séu í sambandi. Það er reyndar þekkt að áhrifavaldar missi fylgjendur þegar þeir byrja í samböndum. Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason missti fylgjendur þegar hann opinberaði sambandi sitt við Nathaliu Soliani á sínum tíma. 

Smartland óskar Láru og Benedikt til hamingju með ástina. 

Lára Clausen birti paramynd í tilefni bóndadagsins.
Lára Clausen birti paramynd í tilefni bóndadagsins. Skjáskot/Instagram
mbl.is