Íslenskar stjörnur ástfangnar á Valentínusardaginn

Ástrin var allsráðandi á Valentínusardaginn sem haldin var hátíðlegur í …
Ástrin var allsráðandi á Valentínusardaginn sem haldin var hátíðlegur í gær, 14. febrúar. Samsett mynd

Íslendingar fögnuðu Valentínusardeginum í gær. Sumir fengu blóm frá betri helmingnum, aðrir húðflúr eða súkkulaði. Íslenskar stjörnur voru líka duglegar að senda ástinni sinni stutta kveðjur á samfélagsmiðlum. Sara Sigmundsdóttir crossfit-stjarna óskaði sjálfri sér til hamingju með daginn enda ekkert betra heldur en góð sjálfsást. 

Svala Björgvinsdóttir birti mynd af sér og unnusta sínum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni kyssast. „Valentínusinn minn,“ skrifaði Svala. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el birti fallega mynd af sér og kærasta sínum, kvikmyndagerðarmanninum Baltasar Kormáki í sögu á Instagram. „Gleðilegan Valentínusardag,“ stóð á myndinni. 

Sunn­eva Ása Weiss­happ­el og Baltasar Kormákur.
Sunn­eva Ása Weiss­happ­el og Baltasar Kormákur. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þóristdóttir fagnaði því að hún og barnsfaðir hennar, Frederik Emil Ægidius, hafa verið saman í 11 Valentínusardaga. Eiga þeir bara eftir að vera fleiri segir Annie sem segir Frederick vera ástina í lífinu sínu. 

Fótboltakappinn Albert Guðmundsson birti mynd af sér og kærustu sinni, Guðlaugu Elísu Jó­hanns­dótt­ur í tilefni Valentínusardagsins í sögu á Instagram.

Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jó­hanns­dótt­ir
Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jó­hanns­dótt­ir Skjáskot/Instagram

Leikkonan Elma Stef­an­ía Ágústs­dótt­ir gaf eiginmanni sínum, rithöfundinum Mikael Torfasyni húðflúr í Valentínusargjöf. 

Leikkonan Saga Garðarsdóttir gleymdi ekki Valentínusardeginum og birti mynd í sögu á Instagram af ástunum í lífi sínu, dóttur sinni og eiginmanni, tónlistarmanninum Snorra Helgasyni. 

Saga Garðarsdóttir er vel gift og gleymdi ekki Snorra sínum …
Saga Garðarsdóttir er vel gift og gleymdi ekki Snorra sínum á degi ástarinnar. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir stundaði sjálfsást á Valentínusardaginn. „Til hamingju með Valentínusardaginn frá mér til mín,“ skrifaði Sara. 

Söng­kon­an Heiða Ólafs­ fékk að sjálfsögðu rósavönd frá eiginmanni sínum, hug­búnaðar­verk­fræðing­num Helga Páli Helga­synu en þau gengu í hjóna­band í júlí í fyrra. 

Heiða Ólafs fékk rósir.
Heiða Ólafs fékk rósir. Skjáskot/Instagram

Kokkurinn Helga Gabrí­ela Sig­urðardótt­ir bakaði Valentínusarköku í tilefni dagsins fyrir eiginmann sinn, Frosta Logason fjölmiðlamann. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is