Líf með Jesú

Colourbox

Það getur verið hið mesta skemmtiefni að fá fólk til að rifja upp eigin fermingu og aðdraganda hennar því flestir muna þennan dag eins og hann hafi gerst í gær. Hvort sem það er vegna eigin klæðaburðar eða veisluhalda sem fóru úr böndunum.

Fermingarundirbúningur minn var að sjálfsögðu tekinn alvarlega. Við lásum Líf með Jesú upp til agna og gerðum kristileg verkefni. Hápunktur fermingarfræðslunnar var foreldralaus ferð í kirkju út á land með gistiplássi. Ég man reyndar ekki nákvæmlega hvernig líf með Jesú var pródúserað í þeirri ferð því orkan fór meira í að skiptast á munnvatni við fermingarbræður og æfa sig í loftfimleikum.

Til þess að koma í veg fyrir kynin væru of mikið að hittast var strákum komið fyrir öðrum megin á ganginum og stelpum hinum megin. Þegar allir áttu að vera komnir í koju á kvöldin átti ekki að vera hægt að rápa á milli herbergja. Fermingarbræður og -systur með rýmisgreind áttuðu sig þó á því að fyrir ofan hvert herbergi var gluggi sem hægt var að opna.

Þegar búið var að opna gluggann upp á gátt var hægt að læðast yfir þakið og fara yfir gluggana hinum megin á ganginum. Þetta var að sjálfsögðu gert og er í raun mesta mildi að enginn hafi slasast því það var svo hátt upp í gluggann og það þurfti mikinn kjark til að framkvæma þetta. Allt var þetta þess virði og þegar fermingarsystkinin komu til baka úr ferðinni voru þau útlærð í kristilegum fræðum og gott betur.

Þegar kom að fermingunni sjálfri var lögð rík áhersla á það að útgangurinn væri ekki sjoppulegur. Því urðu svartar sléttflauelsstuttbuxur fyrir valinu sem amma mín saumaði á mig og hvít skyrta með svo stórum kraga að hæglega hefði verið hægt að fljúga á milli landshluta á kraganum einum saman. Við þessa klassísku múnderingu var boðið upp á nælonsokkabuxur, flatbotna skó úr 17 og slöngulokka. Þeir voru hannaðir af hárgreiðslunemanum í næsta húsi. Allt var þetta ógurlega fínt nema fermingarbarnið fyllti helst til of vel út í fermingarfötin. Fermingarbarnið hafði gætt þess vel að missa ekki úr máltíð fram að fermingu og náttúrulega langt fram á fullorðinsár. Það var ekki búið að finna upp púlsmæla og hot fitness og því var þemað svolítið eins og lítill feitur engill á skýi hefði verið settur í sléttflauelsbuxur. Það eina sem hefði getað toppað þetta er ef fermingarbarnið hefði látið brúnkusprauta sig fyrir stóra daginn og fengið förðun hjá stóru systur hennar Lillu, en um það má lesa hér í blaðinu!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál