Davíð með 22 árum yngri kærustu

Davíð Helgason.
Davíð Helgason.

Fjárfestirinn Davíð Helgason hefur verið töluvert í fréttum á Íslandi vegna fjárfestinga sinna en hann komst líka í fréttir þegar hann keypti glæsihúsið sem Skúli Mogensen átti eitt sinn. Húsið er við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi og var hannað af Gláma kím arkitektastofunni. Davíð er nú fluttur inn í húsið eftir að hafa tekið það í gegn og gert að sínu. Ljósar innréttingar prýða nú húsið í stað dökkra. 

Hann er þó ekki einn síns liðs því kærasta er flutt inn með honum. Sú lánsama heitir Isabella Lu Warburg og er kínversk/dönsk fyrirsæta sem fædd er 1999. Davíð er fæddur 1977 og því er 22 ára aldursmunur á parinu. Í janúar eignaðist parið dreng. 

HÉR er hægt að sjá fyrirsætumöppu Isabellu. 

mbl.is