Embla og Nökkvi gátu ekki hunsað neistann

Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason.
Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason. Skjáskot/Instagram

TikTok-stjarnan Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason, eig­andi umboðsskrif­stof­unn­ar Swipe Media, fluttu til London í fyrra og í kjölfarið kviknaði ástin. Parið segir að það hafi verið kostur að vináttan kom fyrst. 

„Við vorum búin að vinna lengi saman og vera góðir vinir. Svo þegar við fluttum út fórum við að finna fyrir neista, sem okkur langaði ekki að hunsa. Þannig við ákváðum að taka vináttu okkar á næsta stig,“ segja Embla og Nökkvi um hvernig ástin kviknaði. 

Var skrítið að vera búin að vinna saman lengi og byrja svo saman?

„Nei, okkur fannst það frekar vera kostur. Við þekktumst svo rosalega vel áður en við tókum næstu skref og vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Auðvitað var smá áhætta í fyrsu skrefunum tengt viðskiptasambandinu okkar en við vorum sannfærð um það að sama hvað myndum við fara í gegnum það með vináttu.“

Hvernig er að vinna saman og vera par?

„Okkur finnst það mjög hentugt og erum með gott jafnvægi á milli gæðastunda og vinnu. Við eigum það bæði sameiginlegt að okkur líður ekki eins og þetta sé hefðbundin vinna, við erum bara að gera það sem okkur finnst skemmtilegast og hjálpast að með það.“

Embla og Nökkvi búa eins og áður segir í London og eru spennandi verkefni á dagskrá hjá þeim báðum. 

„SWIPE er markvisst núna í stórum aðgerðum við að stækka reksturinn með því að bæta við okkur áhrifavöldum inn í rekstareinungu okkar sem kallast SWIPE Media. SWIPE er að leggja áherslu á erlendan markað og þessvegna höfum við verið að færa starfsemi okkar til London. SWIPE hefur verið að byggja hugbúnað sl mánuði fyrir áhrifavaldana okkar sem kallast SWIPEin. Næstu skref hjá SWIPE er að fá inn fjárfestingu til þess að aðstoða áhrifavalda að hafa jákvæð áhrif á heiminn með efnissköpun. 

Embla er búin að koma sér vel fyrir með nýtt stúdíó í London þar sem hún mun halda áfram að gera efni fyrir fylgjendur sína og gera það sem hún elskar að gera!“

Smartland óskar parinu til hamingju með ástina. mbl.is