Svala: „Erfiðleikar fá okkur til að stíga upp“

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Svala Björgvinsdóttir er miður sín yfir því að unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson áhrifavaldur og sjómaður, hafi verið handtekinn. 

Hún greinir frá því á Instagram að hún sé að ganga í gegnum erfiðleika. 

„Erfiðleikar fá okkur til að stíga upp. Í því sjáum við til hvers við erum megnug,“ segir Svala á Instagram-síðu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Parið hnaut um hvort annað sumar 2020 en Svala er 45 ára en Kristján Einar er 24 ára. Saman hafa þau brallað ýmislegt og verið áberandi á samfélagsmiðlum. Stuttu eftir að þau kynntust sátu þau fyrir í átaksverkefninu Konur eru konum bestar en með bolasölu söfnuðust 6,8 milljónir fyrir Bjarkarhlíð sem er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum. 

Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson sátu fyrir í átaksverkefninu, …
Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson sátu fyrir í átaksverkefninu, Konur eru konum bestar,
mbl.is