Leikarinn og leikstjórinn Stefán Jónsson og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur eru byrjuð saman. Á dögunum fór nýja parið í frí til sólríku eyjunnar Tenerife þar sem þau nutu lífsins.
Stefán hefur verið áberandi í leikhúslífi landsins í meira en tvo áratugi og Soffía er ein af þeim sem stóð vaktina á Landspítalanum þegar veiran geisaði sem mest.
Hún rak Kvennablaðið ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur um tíma og átti líka hlut í Sprettu.
Smartland óskar Stefáni og Soffíu til hamingju með ástina!