Gates sér ekki eftir hjónabandinu

Bill og Melinda Gates árið 2015.
Bill og Melinda Gates árið 2015. AFP

Milljarðarmæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, sér ekki eftir hjónabandi sínu við Melindu French Gates.

Þau voru gift í 27 ár en höfðu verið kærustupar í sjö ár áður en þau giftu sig. Þau eiga saman þrjú börn; Jennifer, Rory og Phoebe. Þau tilkynntu opinberlega um skilnaðinn í maí 2021. 

„Öll hjónabönd ganga í gegnum breytingar þegar börn flytja að heiman. Mitt hjónaband endaði því miður með skilnaði. Ég sé ekki eftir hjónabandinu þrátt fyrir að því sé lokið. Við áttum gott hjónaband,“ segir Gates i viðtali við The Times. 

Þegar eitt ríkasta par heims skilur má búast við því að skilnaðurinn og samningaviðræður taki langan tíma. Það hafi þó ekki tekið þau nema þrjá mánuði að klára skilnaðinn. Bill Gates var metinn á um 124 milljarða dollara í fyrra. Skiptingin snérist aðallega um stórar fjárhæðir vegna góðgerðarstarfa. 

„Þú færð x milljarða til að gefa í ákveðin málefni og ég fæ x milljarða til að gefa. Þetta snérist aðallega um hjálparstörfin,“ segir hann segir og játar að þau hafi bæði fengið það sem þau vildu. Hann segir að þau séu heppin að vera í þeirri stöðu að þau skorti ekkert. Þau geta áfram séð fyrir sér, aðstoðað börnin sín og stundað góðgerðarstörf.  

Þau starfa þó ennþá saman við The Bill & Melinda Gates Foundation. Gates segist vera glaður að vinna með fyrrverandi eignkonu sinni. Hann segir að samskipti þeirra séu góð í dag þó svo að Melinda hafi neitað fyrir það í viðtali við CBS í síðasta mánuði.  

Bill og Melinda Gates.
Bill og Melinda Gates. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál