Instagram: dúnúlpur og efnislaus sundföt

Það byrjaði að snjóa aftur í vikunni en stjörnurnar á Instagram létu það ekki á sig fá. Sumar skelltu sér hreinlega til útlanda, til Kanaríeyja eða Kaliforníu. Hallgrímur Helgason lét hins vegar ekki íslenska veðráttu og tók fram dúnúlpuna sína. 

Það var vorfiðringur í Hallgrími Helgasyni rithöfundi og myndlistarmanni þegar hann fór út að hjóla með eiginkonu sinni og dóttur. Hann var eldhress enda nýkominn frá Kaupmannahöfn. 

Móeiður Lárusdóttir á von á sínu öðru barni. Hún fagnaði mæðradeginum með bumbumynd sem ljósmyndarinn Saga Sig tók á dögunum. 

Elín Erna Stefánsdóttir var glæsileg þegar hún mætti á árshátíð Símans. Eins og sjá má var hún með öll trixin á hreinu. 

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir tók sig vel út en hún var stödd í Englandi um helgina. 

Yngri sonur Auðuns Blöndal og Rakelar Þormarsdóttur er orðinn eins árs og var því fagnað með viðhöfn. 

Leikfimisdrottningin Karitas María Lárusdóttir er stödd á Tenerife ásamt Gylfa Einarssyni manni sínum og börnum þeirra tveimur. Eins og sést á myndinni fer Tenerife þeim einstaklega vel. 

Ástrós Traustadóttir klæddi sig upp og fór á Héðinn í toppi með einni berri öxl. 

Ragga Theodórsdóttir er stödd í Cancun í Mexíkó þessa dagana. Eins og sjá má á þessari mynd er lífið þar í landi að fara vel með hana. 

Hugrún Egilsdóttir naut lífsins í Arnarnesinu þar sem hún býr. 

View this post on Instagram

A post shared by HUGRÚN EGILS (@hugrunegils)

Anna Margrét Björnsson var í Safnahúsinu um helgina þar sem Helga Björnsson frænka hennar var með tískusýningu í tengslum við HönnunarMars. 

Ísold Halldórudóttir tók speglasjálfu. 

View this post on Instagram

A post shared by ISOLD (@isoldhalldorudottir)

Tara Sif Birgisdóttir sleikir sólina í Los Angeles ásamt manni sínum og Söndru Björg Helgadóttur. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, eig­andi Banka­stræti Club, fagnaði tíu ára stúdentsafmæli úr Verzlunarskóla Íslands. Eftir endurfundina skellti hún sér beint til Tenerife. 

Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir er stödd í Tórínó þar sem hún keppir í undakeppni í Eurovision á morgun. Ýmislegt hefur orðið á vegi Elínar og íslenska hópsins eins og sést á skemmtilegri myndasyrpu frá henni. 

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an og guðfræðing­ur­inn Erna Krist­ín Stef­áns­dótt­ir, eða Ernuland eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, tilkynnti nöfn nýfæddra tvíbura sinna. Tvíburarnir heita  Adam Bassi & Emil Bassi. Pabbi þeirra heitir einmitt Bassi Ólafs­son. 

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, stakk af til Bandaríkjanna í síðustu viku. Um helgina var hún í Kaliforníu og naut þess að vera komin í sólina. Eliza er á ferð og flugi í tengslum við bók sem hún skrifaði og heitir Sprakkar. 

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason hefur verið á klakanum að undanförnu og stundað útvivist. Hann fór í ævintýralega ferð með þyrlu og renndi sér niður fjall á snjóbretti í flottum rauðum galla. 

 Sandra Björg Jónsdóttir og Tara Sif Birgisdóttir skáluðu fyrir lífinu. mbl.is