Sonur Elísabetar Davíðs slær í gegn

Tónlistarmaðurinn Konráð Birgisson.
Tónlistarmaðurinn Konráð Birgisson. Ljósmynd/Aðsend

Sonur ljósmyndarans Elísabetar Davíðsdóttur er að gera góða hluti erlendis. Konráð Birgisson, sem gengur undir listamanna nafninu Kid Krono, er aðeins 17 ára. Hann hefur nú þegar unnið að lagi fyrir Kaney West. 

Hann skrifaði óskalista af öllu því fólki sem hann vildi vinna með og sendi þeim skilaboð á Instagram. Framleiðandinn JW Lucas svaraði honum og spurði hvort hann væri með einhverjar laglínur fyrir Kaney West lag. Hann sendi honum hugmyndir en heyrði svo ekkert meira frá honum. Þegar Kaney hélt hlustunarpartý fyrir nýju plötuna sína „Donda 2“ var Konráð að horfa á streymið. Þegar það var hálfnað heyrði hann óvænt verkið sitt spilað í laginu „Louis Bags“.

„Þetta var besta augnablik sem ég hef upplifað í,“ segir Konráð í viðtali við New York Times

Hann segir frá því að samnemendur hans hafi ekki hugmynd um að hann sé að að framleiða eða búa til tónlist. Hann ætti kannski að láta tónlistarkennarann sinn vita. Hann er í hljómsveit í skólanum og spilar þar á trommur. Hann hefur fjölbreyttar hugmyndir um hvað hann langar til að gera í tónlist.  

„Mig langar til að fara aðeins út fyrir kassann þegar það kemur að hip hop tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn.    

Hann lærði ungur að spila á hljómborð og notaði upptökuforrit til að taka upp sitt fyrsta verk, sem hann setti á Youtube aðeins 7 ára gamall. 
    

mbl.is