Instagram: Blek, Ítalía og hækkandi sól

Eurovison, kosningar og jarðskjálfti – allt í sömu vikunni. Síðasta vika flaug hjá með hækkandi sól og eru stjörnurnar á gramminu annað hvort í útlöndum, úti á lífinu eða úti á lífinu í útlöndum. Sumarið er rétt að byrja og það er greinilegt að þetta verður besta sumarið í mörg ár. Stemningin er virkilega góð. 

Svala Björgvinsdóttir rifjaði upp góða tíma og birti mynd af sér þegar hún sjálf tók þátt í Eurovision. Hún sendi Systrum góða strauma í tilefni dagsins. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

 Egill Halldórsson er staddur á Grikklandi, þar sem sólin skín og sjórinn er blár og heillandi. 

Magnea Björg Jónsdóttir var eins og einn Eurosvion-kynnirinn, í samlitri dragt. Hún skartaði appelsínugulri í Þýskalandi en hann var í bleikri. 

Björn Bragi Björnsson tók djammið alla leið í hvítum fötum frá toppi til táar. Með honum voru Sverrir Þór Sverrisson og Hjörvar Hafliðason sem eru báðir annálaðir stuðpinnar. 

View this post on Instagram

A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi)

Elísa Gróa dýrkar að vinna hjá Play air. Hér er hún í rauða einkennisbúningnum í Lundúnum. 

Harpa Finnsdóttir, búningahönnuður og förðunarmeistari, er ein best klædda kona Íslands. Hér er hún gallasamfestingi í Þýskalandi, þar sem hún var í töku. 

Pattra og Theódór Elmar fóru að sjálfsögðu í Eurovision-teiti. 

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)



Erna Kristín, sem heldur úti Ernulandi, eignaðist tvíbura á dögunum. Fyrir átti hún son sem er fæddur 2014. Hún segir frá því að fólk eigi að elska líkama sinn hvort sem hann sé slitinn eða marinn. 


Systurnar voru í miklu stuði á laugardagskvöldið í Tórínó á Ítaliu. Unnur Elísabet, dansari og danshöfundur, var í skýjunum með kvöldið. 

Leik­kon­an Íris Tanja Flygenring fór til Ítalíu til að styðja kær­ustu sína, tón­list­ar­kon­una El­ínu Eyþórs­dótt­ur, í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni. Það fór vel um Írisi í góða veðrinu á Ítalíu og náði hún að verja smá tíma með Elínu á milli æfinga. 

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir skellti sér til Tenerife. Hún fór ekki ein þar sem með henni á Tenerife er kærastinn hennar, Enok Vatnar Jónsson. Turtildúfurnar njóta þess að sleikja sólina og hvort annað á eyjunni grænu. 

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sýndi fylgjendum sínum húðflúrin á bakinu. Bubbi er meðal annars með nöfn barna sinna flúruð á bakið. 

Áhrifavaldurinn Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir kann að stilla sér upp í sundfötum. 

Samfélagsmiðlastjarnan, Kara Kristel Signýjardóttir, minnir fólk á að það skiptir ekki máli hvað öðru fólki finnst. „Það eina sem skiptir máli er hvað þér finnst um þig,“ skrifaði Kara Kristel. Hún birti þar að auki mynd af ljótum skilaboðum og mynd af sjálfri sér í sundfötum. 





 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál