Einstakt raðhús í Fossvogi með flottum garði

Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is

Í Fossvoginum í Reykjavík er að finna smekklegt endaraðhús sem byggt var 1968. Húsið er 224 fm að stærð og hefur verið mikið endurnýjað. 

Eldhúsið hefur til dæmis verið fært upp í stofu. Hvít, sprautulökkuð, höldulaus innrétting prýðir eldhúsið og komið hefur verið fyrir eyju í sama rými. Hvítur rúnaður háfur sómir sér vel fyrir ofan eyjuna. Í eldhúsinu er gott skápapláss. 

Eldhúsið er samtengt stofunni og er fallegt fiskibeinaparket á gólfunum. Stofan er einstaklega notaleg, með húsgögnum í mjúkum litum. Þar er til dæmis sjá sægrænan legubekk sem setur svip sinn á rýmið. 

Húsið er á pöllum og er hvert rými í húsinu vel nýtt. Stofan státar til dæmis af risastórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. 

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar er líka hjónasvíta með stóru fataherbergi. 

Garðurinn snýr í hásuður og hafa eigendur hússins lagt mikinn metnað í að gera útisvæðið sem skemmtilegast. Þar er til dæmis stór pallur og heitur pottur. 

Af fasteignavef mbl.is: Giljaland 27

Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignljósmyndun.is
mbl.is