Forsíða Kardashian gerir allt vitlaust

AFP

Tímaritið Sports Illustrated Swimsuit hefur verið gagnrýnt harðlega eftir að sýnishorn af forsíðumynd nýjasta tölublaðsins var birt á Instagram nú á dögunum. Á forsíðu tímaritsins, sem kom út í dag, má sjá raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian í sundfötum frá nýlegri sundfatalínu sinni frá SKIMS. 

Tímaritið sendi nýlega frá sér yfirlýsingu um að einungis yrðu birtar umfjallanir og auglýsingar frá fyrirtækjum eða vörumerkjum sem styðja við valdaeflingu kvenna og jafnrétti kynjanna.

Lesendur greindu frá því hafa orðið fyrir miklum vonbirgðum yfir nýju forsíðunni, sérstaklega í ljósi nýlegrar umfjöllunar um óheilbrigðu þyngdartapi Kim til þess að passa í kjól fyrir Met Gala-hátíðina. 

Gagnrýnin snéri einnig að vinnslu myndanna, en ljósmyndarinn Gabriella Csapo sagði í viðtali við New York Post að augljóslega væri búið að vinna myndirnar í myndvinnsluforritinu Photoshop.

mbl.is