Sigga Dögg og Sævar giftu sig í New York

Sævar Eyjólfsson og Sigga Dögg eru nú orðin hjón.
Sævar Eyjólfsson og Sigga Dögg eru nú orðin hjón. Skjáskot/Instagram

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, og Sævar Eyjólfsson gengu í hjónaband í The High Lane í New York í Bandaríkjunum á miðvikudag. Sigga birti myndir frá brúðkaupsdeginum á Instagram í gær. 

„Í gær vorum við gefin saman. Og það var alger sóðabrókarathöfn þar sem heitin voru dónaleg og algerlega bönnuð innan 18 ára,“ skrifaði Sigga í story á Instagram og lofaði almennilegu íslensku ástarpartíi í sumar. 

Sigga og Sævar hafa verið saman síðan árið 2020 en þau trúlofuðu sig í desember á síðasta ári.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál