Íslenskar stjörnur skína skært í Cannes

Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne, leikstjórinn Hlynur Pálmason, Elliott Crosset …
Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne, leikstjórinn Hlynur Pálmason, Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. AFP

Íslendingar voru áberandi á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í dag. Kvikmyndin Voðala land verður heimsfrumsýnd á hátíðinni í dag. Hlynur Pálmason er leikstjóri myndarinnar og var hann mættur á rauða dregilinn ásamt leikurum myndarinnar. 

Kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram um þessar mundir en henni lýkur hinn 28. maí. 

Kvikmyndin Volaða land er frumsýnd á Cannes í dag.
Kvikmyndin Volaða land er frumsýnd á Cannes í dag. AFP
Hlynur Pálmason.
Hlynur Pálmason. AFP

Danski leikarinn Elliot Crosset Hove fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni en okkar eigin Ingvar E. Sigurðsson fer einnig með hlutverk ásamt þeim Vic Carmen Sonne, Hilmari Guðjónssyni og Ídu Mekkín Hlynsdóttur. 

Ída og Ingvar þekkjast vel en þau léku einmitt líka í annarri kvikmynd Hlyns, Hvítur, hvítur dagur, en hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni árið 2019.

mbl.is