Lykillinn að fullkomnum myndum áhrifavalda

Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að …
Það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess að ná fullkominni mynd. Það vita Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir. Samsett mynd

Áhrifavaldar búa svo sannarlega yfir gríðarlegri þekkingu þegar kemur að því að smella af hinum fullkomnu augnablikum á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldarnir Sunneva Eir Einarsdóttir og Ástrós Traustadóttir sýndu eitt ráðið á Instagram í vikunni, en þær birtu fallegar myndir af sér úti að ganga í sólinni í Lundúnum um helgina. 

Ekki er allt sem sýnist því að baki myndunum liggur ákveðin tækni, sem flest ættu þó að geta tileinkað sér fyrir Instagram. Í myndbandinu vagga þær fram og aftur í sömu sporunum til þess að vera í takt, en ekki á of mikilli ferð fyrir myndina. 

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, og myndaafraksturinn þar fyrir neðan.

mbl.is