Instagram: Afmæli mánaðarins og önnur gleði

Áhrifavaldarnir voru með ást í hjarta og sól í augum …
Áhrifavaldarnir voru með ást í hjarta og sól í augum í síðastliðinni viku. Samsett mynd

Íslendingar voru á ferð og flugi í síðustu viku. Partí mánaðarins var án efa í Svíþjóð þar sem Helga Hlín Hákonardóttir og Unnar Helgason héldu sameiginlega afmælisveislu. Á meðan Íslendingar djömmuðu í Svíþjóð fagnaði Inga Lind Karlsdóttir því að Matthildur dóttir hennar væri gift kona en hún gekk í hjónaband á Búðum helgina. Á sama tíma fagnaði Kristbjörg Jónasdóttir opnun nýrrar AK verslunar við Suðurlandsbraut. 

Sunneva Eir Einarsdóttir er stödd á Mallorca með Benedikt Bjarnasyni unnusta sínum. Parið nýtur lífsins til fulls á þessari sólríku eyju sem aldrei sefur. 

Crossfit-hjónin Helga Hlín Hákonardóttir og Unnar Helgason héldu risaafmælisveislu í Svíþjóð um helgina. Hjónin eru búsett í landinu og flaug fjöldinn allur af Íslendingum út til Svíþjóðar til að taka þátt í gleðinni. 

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eigandi snyrtivörumerkisins AK opnaði verslun með húðvörunum við Suðurlandsbraut og fagnaði því ákaft. 

View this post on Instagram

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Eygló Gunnarsdóttir listamaður og móðir Ásdísar Ránar hélt upp á 60 ára afmæli sitt um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Eyglo Gunnthors (@eyglogunn)

Inga Lind Karlsdóttir fagnaði brúðkaupi dóttur sinnar um helgina. Matthildur Margrét Árnadóttir er 22 ára og gekk að eiga unnusta sinn, Sigurð Hrannar Björnsson, á Búðum á Snæfellsnesi á laugardaginn var. Árný Fjóla Ásmundsdóttir tónlistarmaður naut lífsins á ströndinni ásamt dótturinni. 

Guðmundur Oddur Magnússon eða Goddur eins og hann er kallaður fékk til sín góða gesti. Gestirnir voru ekki af verri endanum heldur Hjalti Karlsson hönnuður, Hrefna Sigurðardóttir, Gunnar Þór Vilhjálmsson og Atli Hilmarsson. 

Fótboltahjartað slær hjá Hannesi Þór Halldórssyni þótt hann sé ekki að spila þessa dagana. Hann var mættur á völlinn en hér er hann með Rúrik Gíslasyni og Kára Árnasyni. 

Felix Grétarsson er himinlifandi að geta loksins gengið með úr eftir að hann fékk grædda á sig handleggi. Auðvitað heimsótti hann Gilbert úrsmið sem hannar JS Wathc úrin sem eru einstök á allan hátt. 

Hárgreiðslumeistarinn Hugrún Harðardóttir naut Parísar eins og henni einni er lagið. 

Kristrún Ösp Barkardóttir er búsett í Belgíu ásamt fjölskyldu sinni. Hún minnti sjálfa sig á hversu rík hún er þegar hún setti mynd á Instagram af sér og drengjunum sínum tveimur. 

Jógakennarinn Eva Baldursdóttir var í essinu sínu um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Eva Luna (@evalunabaldurs)

Brynja Dan Gunnarsdóttir fagnaði afmæli Þóru Hrundar Guðbrandsdóttur um helgina. Þóra Hrund er mikill gleðigjafi sem lýsir upp tilveru fólksins í kringum hana. Því er ekkert skrýtið að hún eigi margar góðar vinkonur. 

mbl.is