Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuð

Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eru trúlofuð.
Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eru trúlofuð. Ljósmynd/Instagram

Grímur Garðarsson fjárfestir og einn af eigendum Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir eru trúlofuð. Trúlofunin fór fram í Frakklandi á dögunum þar sem parið naut lífsins saman. 

Grímur og Svanhildur Nanna byrjuðu að hittast 2020 og hafa síðan þá nýtt hverja einustu mínútu til að gera eitthvað skemmtilegt. Þau eru bæði mikið útivistarfólk og ef þau eru ekki á skíðum þá eru þau úti að hjóla eða að veiða fisk. Hún er mikil íþróttakona og stundar Crossfit af kappi. 

Grímur á tvö börn með fyrri eiginkonu sinni og Svanhildur Nanna á tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Ekki er búið að ákveða dagsetningu fyrir stóra daginn! 

Ljósmynd/Instagram
mbl.is