Svala Björgvins fækkar fötum með vinkonu sinni

Gréta Karen og Svala Björgvins
Gréta Karen og Svala Björgvins Ljósmynd/Instagram

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir fór í myndatöku í gær ásamt söngkonunni Grétu Karen Grétarsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að hafa elt tónlistardrauminn til Los Angeles þar sem þær bjuggu báðar um langt skeið.

Þær voru langt frá því að vera vetrarlega klæddar í myndatökunni en þar létu þær mynda sig í efnisminni klæðnaði frá Adam og Evu.

Þorvaldur Steinþórsson eigandi Adam og Evu sagði í samtali við Smartland að myndatakan hafi ekki verið framkvæmd af þeirra vegum. Hann sagði að um samstarf hafi verið að ræða og að stelpurnar hafi fengið fatnað hjá þeim fyrir myndatökuna.  

Ljósmyndarinn Arnór Trausti Kristínarson tók myndirnar af þeim vinkonunum. Hann er ekki óvanur skvísumyndatökum og tekur meðal annars myndir fyrir Miss Universe Iceland.

Svala birti mynd af þeim á Instagram hjá sér og skrifaði fyrirsögnina, „Eins og hin virta Beyonce Knowles sōng „I don’t think you’re ready for this jelly, cause my body is too bootylicious for ya, babe“.

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál