Gift í 23 ár þrátt fyrir dómsdagsspár

Hjónin á brúðkaupsdaginn
Hjónin á brúðkaupsdaginn Ljósmynd/Instagram

Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham fagna 23 ára brúðkaupsafmæli um þessar mundir. Þau fögnuðu ástinni sinni í París í Frakklandi á dögunum. Þau deildu bæði gömlum myndum af sér á Instagram.

Parið byrjaði saman þegar hljómsveit Victoriu, Spice Girls, var ein vinsælasta poppsveit heims og hann var einn vinsælasti fótboltamaður heims. Parið vakti mikla athygli um leið og þau fóru að stinga nefjum saman og fjölmiðlar voru ekki bjartsýnir á að sambandið myndi endast.

David Beckham gat verið agalegur útlits á árum áður þótt …
David Beckham gat verið agalegur útlits á árum áður þótt þeim hjónum finnist þau eflaust ekki þurfa að skammast sín fyrir neitt. Hér er hann með sítt krosshálsmen og flegið hálsmál en Victoria á klassískara skeiði í lífi sínu en þetta er árið 2001 AFP

Fyrsta barn þeirra er Brooklyn Joseph, hann fæddist í mars 1999 en parið gifti sig svo í júlí sama ár. Romeo James fæddist 2002, Cruz David er fæddur 2005 og Harper Seven er yngsta barn hjónanna og jafnframt eina dóttir þeirra. Hún fæddist 2011. Elsta barn hjónanna gifti sig nýverið. 

David og Victoria Beckham á bresku tískuverðlaununum nýverið
David og Victoria Beckham á bresku tískuverðlaununum nýverið AFP

„Þau segja að hann sé ekki fyndin og að ég brosi aldrei. Þau sögðu að þetta myndi aldrei endast. Í dag fögnum við 23 ára brúðkaupsafmæli. David þú ert mér allt. Ég elska þig svo mikið,“ skrifar fyrrum kryddpían á Instagram í tilefni dagsins. 

David birtir myndband á sínum samfélagsmiðli þar, það er viðtal sem hjónin fóru í fyrir mörgum árum síðan þar sem AliG tekur viðtal við þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál