„Ég hef vanið mig á sannleikann“

Ljósmynd/Saga Sig

Leikkonan, grínistinn og TikTok-stjarnan Birna Rún Eiríksdóttir er viðmælandi vikunnar að þessu sinni. Birna hefur verið að gera það gott í leikaraheiminum síðastliðin ár, en hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur síðan leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og á sviði. Nýlega hefur Birna slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok með bráðfyndnum myndskeiðum sínum. 

@birnaruneiriks93 Bara commenta fyrir fleiri uppskriftir eg kann ýmislegt👌🏻#foryoupage ♬ original sound - Birna Rún Eiríksdótt

Hvernig myndir þú lýsa eigin útliti?

„Ég er lágvaxin, dökkhærð með brún augu en mjög ljósa húð.“

Ef fundin yrði upp pilla sem gerði þig 200 ára myndir þú kaupa hana og í hvað myndir þú eyða þessum auka árum?

„Já, ég hugsa að ég myndi kaupa hana. Bara til þess að sjá meira af heiminum og barnabarnabarnabarnabörnin mín, jú og svo ég gæti nú kannski ferðast oftar til geimsins.“

Hvaða auglýsingar þolir þú ekki?

„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá slekk ég á útvarpinu eða sjónvarpinu um leið og ég heyri í auglýsingum frá Ali, sem auglýsa unnar kjötvörur. Mér finnst súrrealískt að við séum enn að fjöldaframleiða kjöt og beita dýr þessu grófa ofbeldi. Svo er þetta auglýst með bros á vör, það er sjúkt. Þetta eru auðvitað ekkert einu svona auglýsingarnar, en þessar fara eitthvað extra í mig og eru óþarflega oft í gangi.“

Hvaða bók last þú síðast?

„Ég er að klára bókina Untamed eftir Glennon Doyle í annað skipti núna.“

Á hvernig tónlist hlustar þú mest?

„Ég hlusta á mjög mikið af ólíkri tónlist, litrófið er breitt á því sviði hjá mér. En ætli ég hlusti ekki mest á R&B.“

Hvað uppgvötaðir þú síðast um sjálfa þig?

„Úff það er mjög erfið spurning. Kannski það að ég fattaði um daginn að ég hef ekkert ræktað hesta-unnandann innra með mér í mörg ár. Ég elskaði hesta sem barn og fékk að taka þátt í hestamennsku hér og þar en átti aldrei hest. Ég fattaði um daginn að þessi löngun er ekki horfin hjá mér og ég ætla enn að eignast hesta.“

Hvað er það skrýtnasta sem þú átt?

„Kannski hundurinn minn, sem er stytta í hundastærð. Maðurinn minn er með ofnæmi svo ég næ ekki lengra en það með hundamálin.“

Ljósmynd/Saga Sig

Hverju ertu stoltust af?

„Það væri skrýtið að segja annað en börnin mín. Ég á tvær dætur, 10 ára og 3 ára, það er auðvitað ekkert sem gerir mig jafn stolta og þær.“

Hvert er átrúnaðargoðið þitt?

„Það breytist reglulega, eftir því hvað kona er að ganga í gegnum hverju sinni. En eins og er þá er það hún Glennon mín Doyle. Hún er rosaleg bomba fyrir konur eins og mig. Mæli með fyrir allar konur að lesa bækur eftir hana, þá sérstaklega Untamed.“

Hefur þú þóst vera veik til að sleppa við að mæta í vinnu eða skóla?

„Já alveg örugglega einhvern tímann þegar ég var í skóla. Ég man svo sem ekki eftir því og geri það ekki í dag. Er alveg laus við að finna mig knúna til þess að ljúga að fólki. Lífið er allskonar, það getur allt gerst og ég hef vanið mig á sannleikann.“

Hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefur haft mest áhrif á þig?

„Líklegast Pulp Fiction. Bæði er Uma Thurman auðvitað geggjuð í henni og mikill leikkonu innblástur, en líka myndin í heild sinni. Ég varð sjúk í að búa til bíó þegar ég sá hana aftur svona á fullorðinsárunum.“

Hvaða skóstærð notar þú?

„37“

Hvaða setning hefur haft mestu áhrifin á líf þitt?

„We can do hard things.“

„Þetta sagði Glennon Doyle. Við eigum það til að vilja að lífið sé bara einhver millivegur og taki hvoki á, né sé of spennandi. Bara meðal, lala. Gangi sinn veg. En við þurfum oft að gera erfiða hluti og taka erfiðar ákvarðanir og eiga erfið samtöl til þess að vaxa. Það er oft vont og erfitt, en það er hluti af því að stækka og þroskast. Lífið er erfitt, og við getum gert erfiða hluti.“

Hvaða Hollywood-stjörnu ertu skotin í?

„Cara Delevigne.“

Fyrirsætan Cara Delevigne.
Fyrirsætan Cara Delevigne. mbl.is/AFP

Í hvora áttina snýrð þú klósettrúllupappírnum?

„Lausi endinn nær mér, ekki veggnum.“

Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?

„Hver myndiru vilja vera ef þú gætir skipt um líf í eina viku?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál