Langlífustu stjörnuhjónabönd Íslands

Íslensk ofurhjón.
Íslensk ofurhjón. Samsett mynd

Á tímum sem þessum þar sem um 50% af hjónaböndum sem stofnað er til enda með skilnaði þykir það gott þegar fólk nær að viðhalda ástinni. Smartland tók saman lista af nokkrum hjónaböndum sem hafa enst vel og lengi. 

Ólafur Egill og Esther Talía!

Esther Talia Casey og Ólafur Egill Egilsson eru búin að vera saman í meira en 20 ár. Þau búa ekki bara saman heldur vinna oft saman í gegnum listina. Hún leikur eitt af hlutverkunum í söngleiknum Níu líf sem fjallar um ævi og störf Bubba Morthens sem hann leikstýrir.

Ólafur Egill Egilsson og Esther Talia Casey.
Ólafur Egill Egilsson og Esther Talia Casey. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vigdís og Benedikt! 

Benedikt Jóhannesson og Vigdís Jónsdóttir eru búin að vera saman lengi. Hann var fjármála- og efnahagsráðherra 2017 en Vigdís er sérfræðingur á skrifstofu Alþingis. 

Vigdís Jónsdóttir og Benedikt Jóhannesson.
Vigdís Jónsdóttir og Benedikt Jóhannesson. Skjáskot/Facebook

Valgerður og Ögmundur! 

Ögmundur Jónasson og Valgerður Andrésdóttir hafa staðið þétt saman síðan elstu menn muna. Hann var ráðherra og var lengi formaður BSRB. Hún er hinsvegar erfðafræðingur. Í janúar kom Rauði þráðurinn út en þar fer hann yfir menn og málefni eins og honum einum er lagið. 

Valgerður Andrésdóttir og Ögmundur Jónasson.
Valgerður Andrésdóttir og Ögmundur Jónasson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brakandi edrú! 

Hjónin Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir eru búin að vera lengi saman. Hann er einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar en honum hefur líka verið annt um að fólk hætti að drekka og dópa. Gunný er með meistaragráðu í fíknifræðum frá Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies í Minnesota. Hún er líka formaður stjórnar Batahúss þar sem þau hjónin vinna saman. 

Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir.
Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir. Skjáskot/Facebook

Leikaraást!

Leikarahjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson er búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Í dag vinna þau saman í fjölmörgum verkefnum bæði í gegnum Vesturport og fleira. Þau gerðu til dæmis Verðbúðina saman en nú er hann að leikstýra Exit 3 í Noregi. 

Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson.
Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Gunnar og Katrín! 

Katrín Jakobsdóttir og Gunnar Sigvaldason hnutu um hvort annað fyrir um 20 árum. Hann er maðurinn á bak við konuna og vill helst ekki sjást á myndum. Það er þó ekki hægt að segja að hann hafi ekki áhuga á starfi eiginkonu sinnar því sjálfur er hann með doktorspróf í stjórnmálafræði. 

Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir.
Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Bæjarstjórinn og kokkurinn! 
 

Íris Róbertsdóttir og Eysteinn Gunnarsson eru búin að vera lengi saman. Hún er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum en hann er matreiðslumaður og starfar sem kokkur um borð í Huginn VE. 

Íris Róbertsdóttir og Eysteinn Gunnarsson.
Íris Róbertsdóttir og Eysteinn Gunnarsson. Skjáskot/Facebook

Samstiga!

Þórólfur Guðnason og Sara Hafsteinsdóttir hafa verið gift í háa herrans tíð. Þórólfur er flestum kunnur fyrir þrekvirki sem hann vann sem sóttvarnarlæknir í heimsfaraldrinum. Heilbrigðisgeirinn er hjónunum Þórólfi og Söru hugleikinn því hún starfar sem yfirsjúkraþjálfari á Landspítalanum.

Sara Hafsteinsdóttir og Þórólfur Guðnason.
Sara Hafsteinsdóttir og Þórólfur Guðnason. Skjáskot/Facebook

Ragga og Gaui!

Ragnheiður Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar OECD og eiginmaður hennar, Guðjón Ingi Guðjónsson, sölustjóri hjá Martak, fögnuðu postulínsbrúðkaupi árið 2020 og eiga því 22 ára brúðkaupsafmæli í ár. Þau hafa verið svo lengi saman að það man enginn eftir þeim öðruvísi en par.

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðjón Ingi Guðjónsson.
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðjón Ingi Guðjónsson. mbl.is/Styrmir Kári

Hamingjan á alls oddi!

Ástin bankaði snemma upp á hjá þeim Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra og Örnu Dögg Einarsdóttur, yfirlækni á líknardeild Landspítalans. Þau hafa verið gift í 21 ár og hafa aldrei verið hamingjusamari.

Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir.
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir. Ljósmynd/Jörri

Silfurbrúðkaup!

Lilja Hrönn Hauksdóttir, sem alltaf er kennd við tískuvöruverslunina Cosmo, gekk að eiga eiginmann sinn, Frey Jakobsson, árið 1997. Hjónin munu því eiga 25 ára brúðkaupsafmæli á árinu og eru „still going strong“.

Lilja Hrönn Hauksdóttir og Freyr Jakobsson.
Lilja Hrönn Hauksdóttir og Freyr Jakobsson. mbl.is/Styrmir Kári

Perlur!

Víðir Reynisson varð landsþekktur í heimsfaraldrinum en hann er yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum Ríkislögreglustjóra. Fyrir 30 árum létu Víðir og Sigrún María Kristjánsdóttir, eiginkona hans, pússa sig saman í Háteigskirkju í Reykjavík. Héldu þau því upp á perlubrúðkaupsafmæli með pompi og prakt í síðastliðnum júnímánuði.

Sigrún María Kristjánsdóttir og Víðir Reynisson.
Sigrún María Kristjánsdóttir og Víðir Reynisson. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Bogi og frú!

Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV, og Jónína María Kristjánsdóttir, kennari, hafa verið saman í marga áratugi. Þau eru sögð einstaklega samrýmd hjón og munu áreiðanlega eiga góðar stundir saman þegar Bogi lýkur starfsferlinum sem eitt þekktasta andlit íslensku sjónvarpssögunnar.  

Jónína María Kristjánsdóttir og Bogi Ágústsson.
Jónína María Kristjánsdóttir og Bogi Ágústsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svíþjóð og Ísland í eina sæng!

Einkaþjálfarinn, dansarinn og sjónvarpskokkurinn, Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson, tónlistarmaður og viðskiptastjóri í Hörpu, fóru að stingja saman nefjum fyrir síðustu aldamót. Yesmine er fædd á Sri Lanka en uppalin í Svíþjóð en þau Addi Fannar kynnast þegar hún kom til Íslands á árum áður eftir að hafa fengið hér starf sem einkaþjálfari. Hún fylgdi Adda í gegnum ævintýri hljómsveitarinnar Skítamórals og síðan hafa þau stutt við bak hvors annars í hinum ýmsu verkefnum lífsins. 

Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson.
Yesmine Olsson og Arngrímur Fannar Haraldsson. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál