Þolir illa bensínauglýsingar

Ragga Hólm.
Ragga Hólm. Skjáskot/Instagram/Sunna Ben.

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónsdóttir eða Ragga Hólm, eins og hún þekkist best, hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir framgöngu sína í stúlknasveitinni Reykjavíkurdætrum. Reykjavíkurdætur hafa verið að gera það gott innanlands sem utan og eru til að mynda nýkomnar heim úr tónleikaferðalagi þar sem þær tróðu upp víðs vegar um Evrópu. 

Ragga Hólm er viðmælandi vikunnar á Smartlandi að þessu sinni.

Hvernig myndir þú lýsa eigin útliti?

„Þetta var einhvern tímann kallað strákastelpa. Held að það sé bara ennþá mjög viðeigandi. Klæði mig í það sér mér finnst nett og þægilegt, og strákaföt eru bara einfaldlega næs!“

Ef fundin yrði upp pilla sem gerði þig 200 ára myndirðu kaupa hana og í hvað myndirðu eyða þessum auka árum?

„Úff, ég myndi ekki vilja sjá mig 200 ára! En þetta er freistandi.. Verð ég 200 ára? Ef ég verð eld gömul 200 ára kona þá ætla ég bara að fá að njóta mín á Maldíveyjum og græða pening með því að fólk geti bókað viðtal við elstu konu í heimi.“

View this post on Instagram

A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)

Hvaða auglýsingar þolirðu ekki?

„Bensínauglýsingar. Við vitum öll af þessu bensíni, það þarf ekkert að reyna að selja mér það.“

View this post on Instagram

A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)

Hvaða bók lastu síðast?

„Það er alltof langt síðan, ég les aaaldrei. Fyrir utan námsbækur þannig ætli síðasta bók sem ég las hafi ekki verið Mýrin.“

Á hvernig tónlist hlustarðu mest?

„Ég er 100% alæta en ég hlusta á hip hop svona mest.“

View this post on Instagram

A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)

Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig?

„Ég er alls ekki góð í að teikna…“

Hvert er átrúnaðargoðið þitt?

„Beyoncé er mín kona.“

View this post on Instagram

A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál