Logi og Hallveig rifja upp fyrsta stefnumótið

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir eru gestir þáttarins Betri helmingurinn hjá Ása. Hann er líklega þekktastur fyrir að vera í hljómsveitinni Retro Stefson en auk þess að vinna í tónlist stundar hann nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hallveig er með BS í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er nýlega komin úr fæðingarorlofi en parið eignaðist son á síðasta ári. 

Logi og Hallveig höfðu vitað af hvort öðru lengi þegar þau fóru formlega á stefnumót 2018. Þá var hann búinn að vera einhleypur í ár og átti ungan son. Hallveig var nýlega hætt í sambandi. Hún var 21 árs og hann 25 ára. 

„Þegar við vorum að kynnast þá hafði ég rekist á Hallveigu í bænum og talaði við hana þá. Svo sendi ég henni skilaboð tveimur mánuðum seinna og við fórum á stefnumót," segir Logi. 

Hallveig hafði aldrei farið á formlegt stefnumót og vissi ekki á hverju væri von. Hún bjóst kannski í mesta lagi við að þau væru að fara í ísbíltúr. Annað átti eftir að koma á daginn því Logi bauð henni út á borða í níu rétta máltíð sem tók um þrjá klukkutíma. Eftir á hafa þau hlegið mikið að þessu því ef stefnumótið hefði ekki verið skemmtilegt þá hefði kannski verið vont að vera fastur með annarri manneskju að borða allan þennan mat. 

„Þetta var skemmtilegur staður að fara á og við vorum ein á staðnum. Ég bjóst við ísbíltúr eða að fara á Hlemm. Við fengum sjö eða níu rétta matseðil því við vorum að fá rétti allan tímann,“ segir Hallveig. 

„Þetta var mjög skemmtilegt deit og svo skutlaði ég henni heim,“ segir Logi og játar að ef hann hefði þekkt hana þá hefði hann aldrei boðið henni í níu rétta máltíð.

Hægt er að hluta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál