Fegurðardrottning og Zuista-bróðir trúlofuð

Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson eru trúlofuð.
Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin fyrrverandi og stjórnmálafræðineminn, Katrín Lea Elenudóttir, og Ágúst Arnar Ágústsson, annar bræðranna á bak við trúfélagið Zuism, eru trúlofuð. 

Parið trúlofaði sig í bænum Positano við Amalfi ströndina á Ítalíu hinn 2. ágúst síðastliðinn.

„Trúi ekki hvað ég er heppin að hafa fundið þig! Þú ert mér allt,“ skrifar Katrín Lea við fallega myndaseríu á Instagram þar sem hún tilkynnir um trúlofunina. 

Katrín Lea vann Miss Universe Iceland árið 2018 og keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe í Bangkok í Taílandi sama ár. 

Ágúst Arnar stofnaði trúfélagið Zuism ásamt bróður sínum Einari Ágústssyni en mikið hefur gustað um þá bræður undanfarin ár. Í vor voru þeir sýknaðir af ákæru um fjársvik fyrir héraðsdómi en ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudóminum.

mbl.is