Instagram vikunnar: Hvers vegna er heiti potturinn svona heitur?

Samsett mynd

Vikan var fjörug. Fólk gekk í hjónaband og fagnaði brúðkaupsafmælum. Aðrir rifjuðu upp góð augnablik frá sumrinu en margir hafa skellt sér til útlanda í sumar eins og sést vel á Instagram.

Skvísaði yfir sig! 

Tara Sif Birgisdóttir dansari og áhrifavaldur skvísaði yfir sig um helgina í rifnum gallabuxum, korseletti og með Fendi/Vercase-töskuna sína en tískuhúsin tvö kynntu samstarf sitt á dögunum með línunni FENDACE. 

Afmælisdrottning! 

Fyrirsætan Sigríður Margrét fagnaði því að vera orðin 26 ára. Hvar er betra að gera það en í Retreat-hóteli Bláa lónsins? 

Hvers vegna er himinninn blár?

Kara Kristel fór í heita pottinn og skilur ekkert í því hvers vegna hann er svona heitur. 

Fagnaði ástinni! 

Aldís Amah Hamilton leikkona fór í brúðkaup á Vestfjörðum um helgina og skemmti sér konunglega! 

Í toppformi! 

Einkaþjálfarinn Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson rifjuðu upp nokkur Spánar-augnablik. Eins og sést koma þau vel undan sumrinu! 

Korter í fæðingu! 

Fyrirsætan Andrea Röfn er komin tæplega 40 vikur á leið en hún á að eiga á 19. ágúst. Eins og sést á myndinni fer óléttan henni einstaklega vel. 

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

Geggjað sumar! 

Pattra bloggari á Trendnet og áhrifavaldur rifjaði upp nokkur góð augnablik frá sumrinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra)

Allt fyrir ástina! 

Söngkonan og listamaðurinn Sigríður Thorlacius fór til Flateyrar um helgina til að fagna ástinni með Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Glódísi Guðgeirsdóttur. 

Gift í sex ár! 

Áhrifavaldurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir fagnaði því að vera búin að vera gift tuska sínum, sem heitir í raunheimum Guðmundur Þór Valsson, í sex ár en parið gekk í hjónaband 13. ágúst 2016. 

View this post on Instagram

A post shared by Guðrún Veiga (@gveiga85)

Skítsama í sólinni!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir birti sjóðandi heita mynd af sér sem var tekin á Krít. Myndin hefur slegið í gegn en kærasti hennar, Benedikt Bjarnason, skrifaði meðal annars: „Já já þetta er bara kærasta mín. Einhver að græja gröfu fyrir hökuna mína takk.“

Bestu vinkonur!

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir lofsamaði vinkonu sína, crossfitstjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Hún segir frá því að fyrir heimsleikana hafi komið upp sú staða að mögulega myndi vanta manneskju í lið Anniear. Þá hafi Katrín Tanja stokkið til og verið komin innan 12 klukkustunda frá því að Annie heyrði í henni.

Veiðimaður!

Rúrik Gíslason, fyrrverandi fótboltamaður, birti mynd af sér í öllum gallanum í veiði. Myndin virðist vera tekin á Íslandi, en Rúrik er þó í útlöndum um þessar mundir.

Í bláu á Tenerife!

Það þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirsætunni Láru Clausen um þessar mundir. Hún nýtur alls þess besta sem Tenerife hefur upp á að bjóða og gott betur. 

mbl.is