Ekki lengur tekjuhæsta klámstjarnan

Edda Lovísa Björgvinsdóttir, Ósk Tryggvadóttir, Ingólfur Valur Þrastarson, Klara Sif …
Edda Lovísa Björgvinsdóttir, Ósk Tryggvadóttir, Ingólfur Valur Þrastarson, Klara Sif Magnúsdóttir og Birta Blanco selja öll klám á Only Fans. Samsett mynd

Tekjur klámstjörnunnar Klöru Sifjar Magnúsdóttur námu aðeins 113 þúsund krónum á mánuði að meðaltali á síðasta ári. Það er talsvert lægra en árið þar á undan þegar mánaðarlegar tekjur hennar námu 1,1 milljón króna. DV greinir frá en álagningarskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í gær. 

Klara var tekjuhæsta klámstjarna landsins á síðasta ári en hún selur efni á Only Fans. Klara hefur látið staðar numið í efnisframleiðslu að því er fram kemur á reikningi hennar á síðunni, en enn er hægt að kaupa áskrift að rás hennar og nálgast eldra efni. 

Klara Sif.
Klara Sif. Skjáskot/Instagram

Edda tekjuhæst á síðasta ári

Edda Lovísa Björgvinsdóttir selur einnig efni á Only Fans, en hún hefur starfað á þeim vettvangi í rúm tvö ár. Miðað við greitt útsvar var hún með 383 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Edda Lovísa Björgvinsdóttir.
Edda Lovísa Björgvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hin 24 ára gamla Ósk Tryggvadóttir, sem selur klámfengið efni á Only Fans, var með 377 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári miðað við greitt útsvar. Hún selur efni ásamt kærasta sínum, Ingólfi Val Þrastarsyni. Hans tekjur voru lægri, eða um 121 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir.
Ingólfur Valur Þrastarson og Ósk Tryggvadóttir. Skjáskot/Instagram

Klámstjarnan Birta Blanco var með 141 þúsund krónur í laun á mánuði á síðasta ári miðað við greitt útsvar. Hún selur efni sitt á Only Fans líkt og hinar stjörnurnar.

Birta Blanco.
Birta Blanco. Skjáskot/Instagram
mbl.is