Jón Kalman og Sigríður Hagalín gengu í hjónaband í gær

Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Rithöfundaparið Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttur eru nú hjón. Þau létu pússa sig saman í gær og var því fagnað af öllu hjarta í Iðnó við Tjörnina. 

Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið en Smartland sagði frá því síðla árs 2019 að þau væru saman í rithöfundaferð í Þýskalandi. 

Fyrir ári síðan festu þau kaup á tveimur glæsilegum íbúðum við Bjarkagötu í Reykjavík en íbúðirnar voru áður í eigu Stuðmanns allra landsmanna, Jakobs Frímanns Magnússonar. Áður höfðu þau búið hvort í sinni íbúðinni í Vesturbænum. 

Nánustu vinir og fjölskylda fögnuðu með Jóni og Sigríði. Hún var glæsileg á brúðkaupsdaginn og skartaði vel krulluðu hári. Hún klæddist sægrænum síðkjól með doppóttu munstri. Kjóllinn er með síðum og víðum ermum og tekinn saman í mittinu. Jón var í klassískum svörtum jakkafötum.

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með brúðkaupið og ástina! 

mbl.is