Instagram: Ítalíudraumur, djammið og endalaus ást!

Samsett mynd

Ágúst er að líða undir lok og sumarið sömuleiðis. Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna vikuna, að minnsta kosti á suðvesturhorninu og hafa margir nýtt þessa síðustu geisla sólar vel. 

Smartland tók saman það helsta af Instagram. 

Móðurástin er sterk!

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir faðmaði dóttur sína af öllu hjarta. Það er fátt sem kemur í staðinn fyrir móðurástina. 

Daði og Þuríður í stuði!

Þuríður Blær Jóhannsdóttir leikkona tók sig vel út á bátnum. Hér er hún með Daða og eins og sjá má var rífandi stemning! 

Litli bróðir mættur!

Andrea Röfn Jónasdóttir birti myndir af nýfæddum syni sínum og eldri dóttur hjónanna. Drengurinn kom í heiminn í síðustu viku og braggast vel en Andrea Röfn býr í Boston ásamt eiginmanni sínum, Arnóri Yngva Traustasyni. 

View this post on Instagram

A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn)

Ekki Jakob Bjarnar í dulargervi!

Ásdís Ósk Valsdóttir miðaldra kona og fasteignasali komst í fréttir í vikunni þegar Þórarinn Leifsson rithöfundur hélt því fram að þessi Ásdís Valsdóttir væri í raun Jakob Bjarnar Grétarsson. Ásdís var hinsvegar ekkert að stressa sig á þessu og fór í sund og synti eins og vindurin. 

Djammið er á Álftanesi! 

Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóssins hjá Rúv fór í skemmtiferð með vinkonum sínum en einn af viðkomustöðunum var Álftanesið sjálft sem tilheyrir Garðabæ. Þar er náttúrufegurðin allsráðandi. 

Endalaus ást!

Jói Pé og Króli eru ódauðlegur dúett. Króli birti mynd af þeim félögunum og lét þau orð falla að hann elskaði Jóa Pé vin sinn endalaust. Myndin var tekin í Kaupmannahöfn. 

View this post on Instagram

A post shared by K R Ó L I (@kiddioli)

Nýtur óléttunnar!

Sigrún Lilja Guðjónasdóttir á von á sínu fyrsta barni. Eins og sést nýtur hún þess í botn að ganga með barn. 

Bumbumynd númer hundrað

Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir birti fallega mynd af sér með kúluna. Katrín gengur nú með sitt fyrsta barn og er þakklát fyrir hvern einasta dag. Hún er líka þakklát fyrir að hitinn sé farinn að lækka í Þýskalandi þar sem hún er búsett. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Sólar sig í Frakklandi

Kraftlyftingakonan Arnhildur Anna Árnadóttir er í Frakklandi um þessar mundir og er heldur betur ánægð með það. 

Fyrsta skipti til Danmerkur

Raunveruleikastjarnan Magnea Björg Jónsdóttir skellti sér til Kaupmannahafnar í vikunni. Þetta var í fyrsta skipti sem hún heimsótti Danmörku en þar var hún að prufukeyra ID. Buzz frá Vokswagen. Bíllinn er endurgerð af gamla rúgbrauðinu og er 100% rafmagnsbíll. 

Matarboð og karíókíveisla

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir skellti sér í eftirminnilegt matarboð og karíókíkvöld til Erps Eyvindarsonar rappara. Hann býr í fallegu húsi við sjóinn í Kópavogi og eins og alþjóð veit kann hann að skemmta sér. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Gengið að Grænahrygg

Dóra Júlía Agnarsdóttir, blaðamaður á Vísi og plötusnúður, gekk að Grænahryggi á sunnudag ásamt fríðu föruneyti.

Rómantískur á ströndinni

Rúrik Gíslason, fyrrverandi fótboltakappi, er í útlöndum um þessar mundir og birti mynd af sér á ströndinni. Rúrik spyr hvort það sé eitthvað rómantískara í heminum en að fara í göngu ströndinni. 

Endurnærður!

Kírópraktorinn og áhrifavaldurinn, Guðmundur Birkir Pálmason, er endurnærður eftir góða helgi. 

Ítalíudraumur!

Söng- og leikkonan, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, skellti sér til Ítalíu um daginn. Kærasti hennar, tónlistarmaðurinn og leikarinn, Júlí Heiðar Halldórsson, var duglegur að smella myndum af henni.

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Gugusar í New York!

Ungstirnið Gugusar skellti sér til New York og virðist hafa notið borgarinnar vel. 

View this post on Instagram

A post shared by gugusar (@gugusar_)

Barn á leiðinni!

OnlyFans-stjörnurnar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau birtu fallegar myndir til að tilkynna um stækkun fjölskyldunnar.

Stelpuferð til Barcelona!

Vinkonurnar Hera Gísladóttir, Sara Lind Pálsdóttir, Lísa Kristjánsdóttir, Lína Birgitta Sigurðardóttir, Anna Sóley og Guðríður Jónsdóttir skelltu sér í stelpuferð til Barcelona á Spáni.

mbl.is