Brynja Dan og Birgir í sitthvora áttina

Brynja Dan Gunnarsdóttir og Birgir Örn Birgisson eru hætt saman.
Brynja Dan Gunnarsdóttir og Birgir Örn Birgisson eru hætt saman. Ljósmynd/Samsett

Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ og einn af eigendum Extraloppunnar og Birgir Örn Birgisson flugmaður og málari hættu saman fyrr á árinu. 

Brynja og Birgir hafa búið saman í Garðabænum en þau festu kaup á raðhúsi við Sjávargrund árið 2018. Parið hefur síðan þá verið að gera húsið upp á smekklegan hátt en Smartland fjallaði um breytingarnar á eldhúsinu 2019. 

„Eld­húsið var ekki al­veg minn stíll, þess vegna langaði mig að breyta því. Ég hef hins veg­ar gam­an af alls kon­ar stíl­um og finnst margt fal­legt. Ég hef vana­lega verið mjög skandi­nav­ísk og með mikið hvítt heima hjá okk­ur en ákvað að breyta aðeins til í þetta skiptið,“ seg­ir Brynja.

Brynja bauð sig fram í bæjarstjórnarkosningunum síðasta vor fyrir Framsóknarflokkinn og er oddviti listans.

Smartland óskar þeim góðs gengis í öldugangi lífsins! 

mbl.is