Instagram: „Vil frekar vera bólgin og smá full en sæt og edrú“

Ljósmynd/Samsett

Það var líf og fjör í lífi landsmanna í síðustu viku. Fólk skemmti sér, fólk setti á sig maska, fólk ferðaðist og Berglind Festival komst að því að það væri betra að vera bólgin og smá full en sæt og edrú. 

Stórafmæli Þóreyjar! 

Þórey Vilhjálmsdóttir stofnandi Empower hélt upp á 50 ára afmæli sitt um helgina. Þórey átti afmæli 18. ágúst en hún á sama afmælisdag og Reykjavíkurborg. Það var margt um manninn í boðinu en á meðal gesta var Hanna Birna Kristjánsdóttir en Þórey var aðstoðarmaður hennar um tíma. 

Eldri og með meiri skvísulæti

Áhrifavaldurinn Camilla Rut fagnaði 28 ára afmæli sínu í síðustu viku. Síðasta ár hefur verið viðburðaríkt hjá stjörnunni en Camilla segist vera þakklát fyrir hvern einasta dag og fyrir tækifærin sem lífið hefur upp á að bjóða. 

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Sáttur á frumsýningardag!

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson virðist hafa verið sáttur með hátíðarforsýningu kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu á miðvikudag í síðustu viku. Þorvaldur Davíð fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni. 

Sýndi kviðvöðvana!

Tiktok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er í Belgíu um þessar mundir. Hún birti seiðandi mynd af sér í kjól sem sýnir magavöðvana vel. 

Tvær vikur edrú!

Sjónvarpsstjarnan Berglind Festival drakk ekki áfengi í tvær viku og greindi frá því á Instgram. Hún fagnaði edrúafmælinu þó ekki beint og segir betra að vera full og bólgin en edrú og sæt. 

Þórsmerkurævintýri!

Tónlistarmaðurinn Rubin Pollock skellti sér í Þórsmörk með æskuvinum sínum á dögunum.

Elskar Miami!

Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur segir að það besta ákvörðun sem hún hefur tekið sé að flytja til Miami. Heiðdís hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil, lengst af í Los Angeles.

Vinkonur!

Poppdrottningin Birgitta Haukdal rifjaði upp góða minningu frá nýliðnu sumri og birti mynd af af sér með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur. Myndin var tekin í brúðkaupi Eddu og Ríkharðs Daðasonar á Ítalíu. 

Bölvað álag á Hnetusmjörinu!

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason eða Herra hnetusmjör eins og hann kallar sig hvíldi lúin bein í London. Hann birti sjóðheita lyftumynd af sér og konu sinni, Söru Linneth, úr stórborginni og lýsti því yfir að það væri álag á honum. 

Sjóðheitur í sundi!

Knattspyrnustjarnan fyrrverandi Rúrik Gíslason tryllti fylgjendur sínar með því að birta mynd af sér með blautt hár í sundlaug. Mynd segir meira en þúsund orð og ákvað Rúrik að segja sem minnst þegar hann birti myndina. 

Í berjamó í blíðunni!

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fellur ekki verk úr hendi. Í blíðunni á sunnudag skellti hún sér í berjamó og tók auðvitað hundinn með.

Fjólublár jakki!

Elín Erna Stefánsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur skellti sér í fjólubláa jakkann sinn í góðviðrinu um helgina.

Má maður aðeins?

Lenya Rún Taka Karim, varaþingmaður Pírata, skellti sér á Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands um helgina. Lenya hefur verið gagnrýnd fyrir að djamma mikið en lætur það ekki á sig fá.

View this post on Instagram

A post shared by Lenya Rún (@lenyarun)

Hera minnist Jónínu! 

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og fasteignasali minnist vinkonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur heitinnar sem féll frá í desember 2020. 

Stjörnuarkitekt nýtur lífsins! 

Arkitektinn Gulla Jónsdóttir sem býr og starfar í Los Angeles er nú stödd á Krít á Grikklandi þar sem hún nýtur lífsins. 

Allt í stíl! 

Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er kallaður, var sportlegur um helgina í neonlituðum skóm í stíl við neonlitaða peysu! 

Allt fyrir andlitið! 

Hildur Ársælsdóttir setti á sig maska um helgina. 

mbl.is
Loka