Vilja gjörbylta neysluhegðun fólks

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er gestur Karlmennskunnar.
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er gestur Karlmennskunnar.

Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir framkvæmdastjóri, meðeigandi og meðstofnandi Veganmatar sem rekur Veganbúðina og Jömm er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Sæunn segir frá því hvernig Veganbúðin fór á nokkrum árum frá því að vera sinnt í hjáverkum með innflutningi á fáum vörum yfir í að verða stærsta veganbúð í heiminum.

„Maggi maðurinn minn var aðeins byrjaður að flytja inn Oumph og gerði það í hjáverkum. Ég ákvað að taka við því í fullu starfi og fann fleiri vörur til að flytja inn meira. Það var enginn sem stoppaði mig þannig þetta vatt upp á sig og við komin bæði í þetta,“ segir hún. 

„Við erum ekkert að grínast með þetta, við viljum gjörbylta neysluhegðun fólks. Ég er ekki að tala um að gjörbylta með shaming og látum, heldur viljum við sjá til þess að það sé skemmtilegra, auðveldara og ljúffengara að vera vegan en vera það ekki,“ segir Sæunn en segist þó ekki dæma neinn sem ekki er vegan.

„Ég dæmi ekkert fólk sem tekur lýsi eða borðar dýraafurðir, ég hef gert það sjálf. En langafi var ekki í þeim aðstæðum sem við erum í. Við höfum val í dag. Ég fatta ekki af hverju það ætti að vera rök að þetta hafi haldið fólki á lífi fyrir einhverjum öldum.“

„Femínískur bissness-aktívisti“

Sæunn lýsir því að Veganbúðin selji ekki hvaða vörur sem er, heldur þurfi vörurnar að uppfylla ákveðin siðferðisleg viðmið eins og að vera ekki frá hernumdum löndum eða af framleiðendum sem hagnýta dýr.

„Bissnessaktívisti er hugtak sem ég fann upp sjálf til að útskýra hvað ég geri. Ég er rosalega vegan og er eiginlega vegan á undan öllu öðru. Það er kjarninn í mínu lífsviðhorfi, veganismi og réttlæti.“

Þá segir hún að vegna þess að hún sé vegan þá sé hún í raun sjálfkrafa líka femínisti og mannréttindasinni.

„Ég er vegan uber alles og af því að ég er vegan þá er ég líka femínisti og réttlætissinni og friðarsinni. Því fyrir mér er annað bara ekki hægt. Þetta er sami hluturinn sem birtist bara með örlítið ólíkum hætti eftir því hvaða málefni þú ert að tala um en sömu valdakerfin, hrokinn, yfirgangurinn og egóisminn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál