Endurkoman fór ekki framhjá neinum

Meghan og Harry, hertogahjónin af Sussex í Bretlandi í september.
Meghan og Harry, hertogahjónin af Sussex í Bretlandi í september. AFP

Meghan, hertogaynja af Sussex, klæddist rauðu frá toppi til táar þegar hún hélt ræðu í Manchester á mánudaginn. Liturinn gerði það að verkum að allir tóku eftir hertogaynjunni. 

Meghan klæddist rauðum buxum og rauðri skyrtu frá merkinu Another Tomorrow. Á sumum myndum virðist dressið vera fötin voru rauð. Hún klæddist svo skóm frá uppáhaldsmerkinu sínu, Aquazzura. Eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, klæddist látlausum jakkafötum. 

Meghan og Harry flott í tauinu.
Meghan og Harry flott í tauinu. AFP

Rauði liturinn og buxurnar gáfu Meghan vafalaust sjálfsöryggi og kraft fyrir ræðuna sem hún hélt um kvöldið. Þetta var fyrsta ræðan sem Meghan hélt í Bretlandi eftir að hún og Harry ákváðu að hætta að starfa fyrir bresku konungsfjölskylduna en í kjölfarið fluttu þau til Bandaríkjanna. Breska pressan hefur farið ófögrum orðum um Meghan að undanförnu eftir að umdeildir hlaðvarpsþættir með henni komu út. Í þáttunum er hún dugleg að tala um sjálfa sig. 

Rautt fer Meghan vel.
Rautt fer Meghan vel. AFP
Blússa Meghan var falleg.
Blússa Meghan var falleg. AFP
mbl.is