Simmi Vill kominn með kærustu

Sigmar Vilhjálmsson er kominn á fast.
Sigmar Vilhjálmsson er kominn á fast.

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er kominn með kærustu að því er fram kom í nýjasta þætti hlaðvarpsins 70 mínútu sem hann stýrir ásamt Huga Halldórssyni. Sigmar, betur þekktur sem Simmi Vill, vildi þó ekki tjá sig um hver sú heppna væri og ræddi ekki málið frekar. Í gærkvöldi var hann staddur í Leifsstöð þar sem hann var að sækja kærustuna sem var að koma úr flugi. 

„Er ekki stóra fréttin að Simminn er genginn út?“ spurði Hugi þegar Sigmar byrjar að ræða tíu ára afmæli stefnumótaappsins Tinder. „Nei. Við ætlum ekki að ræða það hér,“ sagði Sigmar. 

„Stelpur, Simminn er out. Hann er kominn á fast,“ sagði þá Hugi hlæjandi og óskaði honum til hamingju. 

Sigmar hefur verið iðinn athafnamaður undanfarin ár og rekur nú meðal annars Minigarðinn. Hann var á lista Smartlands yfir eftirsóttustu piparsveina landsins árið 2020. 

Smartland óskar Sigmari til hamingju með nýja ráðahaginn!

mbl.is