Hjálmar og Ljósbrá ástfangin í níu ár

Ljósbrá Logadóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson eru falleg saman.
Ljósbrá Logadóttir og Hjálmar Örn Jóhannsson eru falleg saman. Skjáskot/Instagram

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson datt í lukkupottinn þegar hann kynntist sambýliskonu sinni Ljósbrá Logadóttur. Parið fagnaði níu ára sambandsafmæli í vikunni og ástin hreinlega blómstrar hjá þeim. 

„Þessi sæti er búinn að vera kærastinn minn í níu ár,“ skrifaði Ljósbrá á Instagram í gær og birti fallega mynd af þeim skötuhjúum í Árbænum. Hún sagði þau aldrei muna eftir þessum degi en greinilega varð eitthvað til þess að hún minntist á hann í gær. „En það er líka vegna þess að allir dagar eru veisla með honum svo það er algjör óþarfi að fagna,“ bætti Ljósbrá við og sagði meðal annars að ást væri að kaupa Pepsí Max handa ástmanni sínum. 

Hjálmar og Ljósbrá hafa haft það gott síðan þau byrjuðu saman og eiga nú saman tvö börn. Fyrir átti Hjálmar tvö börn. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda