Heba blæs á sögusagnir um drama

Heba Þórisdóttir förðunarfræðingur í Hollywood segir ekkert til í sögusögnum …
Heba Þórisdóttir förðunarfræðingur í Hollywood segir ekkert til í sögusögnum um drama við tökur á Don't Worry Darling. AFP

Förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir segist ekki hafa tekið eftir neinu drama við tökur á kvikmyndinni Don't Worry Darling. Heba vann náið með öllu tökuliðinu, leikstjóranum Oliviu Wilde, leikkonunni Florence Pugh, leikaranum Chris Pine og tónlistarmanninum Harry Styles. 

„Það var ekkert drama. Ég á í mjög góðu sambandi við Oliviu og við Flo og eitthvað gerðist á milli þeirra, þá var það bara á milli þeirra. Enginn annar var flæktur í það. Það var enginn að öskra á neinn á tökustað eða neitt þannig,“ sagði Heba í viðtali við Vogue Scandinavia. Heba var yfirförðunarfræðingur kvikmyndarinnar sem hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir meint rifrildi milli leikstjórans og aðalleikkonunnar. 

Umræðan um ósætti milli leikaranna og leikstjórans komst í hámæli þegar kvikmyndahátíðin í Feneyjum fór fram, þar sem Pugh mætti ekki á blaðamannafund með Wilde og hinum aðalleikurunum. Svo var Styles sakaður um að hafa hrækt á mótleikara sinn Pine á frumsýningu myndarinnar. Það virðist þó lítið renna stoðum undir meint rifrildi eða ósætti eins og Heba segir í viðtalinu. 

Fyrsti kvenleikstjórinn sem Heba vinnur með

Heba hefur unnið með stærstu kvikmyndaleikstjórum heimsins og í stórum kvikmyndum á borð við Once Upon a Time in Hollywood, Bridemaids og The Curious Case of Benjamin Button. Olivia Wilde er hins vegar fyrsti kvenleikstjórinn sem Heba vinnur með að kvikmynd. 

„Það var mjög spennandi. Og það var skemmtilegt, því ég gat talað við hana um förðunarvörur og liti. Hún þekkir merkin og veit hvað ég er að tala um, sem er geggjað. Hún var mjög vel undirbúin. Varðandi útlitið, þá voru þær Arianne búnar að setja saman allt sem þurfti til og voru tilbúnar – ég vann svo förðunina út frá því. Olivia er mjög skipulagður leikstjóri, og örugglega í sínu eigin lífi líka,“ sagði Heba

Hún segir sögusagnir um að Wilde hafi ekki verið viðstödd eða með hugann við verkefnið ekki sannar.

Heba segir Oliviu Wilde hafa verið mjög skipulagða.
Heba segir Oliviu Wilde hafa verið mjög skipulagða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál