Einhleypir og eftirsóttir

Þessir glæsilegu menn eru einhleypir og eftirsóttir.
Þessir glæsilegu menn eru einhleypir og eftirsóttir. Samsett mynd

Ef vel er að gáð er fullt að einhleypum og frábærum karlmönnum á Íslandi. Smartland tók saman lista yfir þá eftirsóttustu þessa stundina. 

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel 

Árni Oddur stýrir einu farsælasta fyrirtæki landsins en allt sem hann kemur nálægt virðist ganga vel. Hann er skapgóður, ljúfur og skemmtilegur. 

Árni Oddur Þórðarson.
Árni Oddur Þórðarson.

Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður

Útvarpsmaðurinn góðkunni Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli, er manna vitrastur þegar kemur að tónlist og segir auk þess afar skemmtilega frá. Félagsskapur Óla Palla og góður plötuspilari er ávísun á góða skemmtun. 

Ólafur Páll Gunnarsson hóf störf hjá Ríkisútvarpinu fyrir bráðum þrjátíu …
Ólafur Páll Gunnarsson hóf störf hjá Ríkisútvarpinu fyrir bráðum þrjátíu árum. Eggert Jóhannesson

Ingvar Jóel Ingvarsson, felliraftur

Ingvar varð frægur á einni nóttu á dögunum þegar hann felldi vindmyllu í Þykkvabænum. Ingvar er hress og lætur ekki stór né smá verkefni koma sér úr jafnvægi. Hann sagði í viðtali við Sunnudagsmoggann í síðustu viku ekki vera í föstu sambandi. Hann vinnur mikið og er nokkuð ljóst að sú sem vill gera hosur sínar grænar fyrir Ingvari þarf að taka tillit til þess. 

Ingvar Jóel Ingvarsson.
Ingvar Jóel Ingvarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Freyr Viðarsson, fjölmiðlamaður

Fjölmiðlamaðurinn Andri Freyr Viðarsson hefur heillað þjóðina á síðustu árum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Andri er mikill tónlistarunnandi og einstaklega fyndinn. Það er ekki hægt að leiðast í kringum hann. 

Andri Freyr Viðarsson.
Andri Freyr Viðarsson. Ljósmynd/Snæbjörn Ragnarsson

Hilmir Snær Guðnason, leikari

Leikarinn Hilmir Snær Guðnason er mjög nýlega orðinn einhleypur. Hann þarf að kynna fyrir fæstum, enda er hann einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og hefur farið með aðalhlutverk í stærstu kvikmyndum og leiksýningum á Íslandi undanfarin ár. Svo er hann líka margverðlaunaður og hlaut Edduverðlaun fyrir kvikmyndina Dýrið fyrir skemmstu.

Hilmir Snær Guðnason.
Hilmir Snær Guðnason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ragnar Þórisson, fjárfestir 

Ragnar er einn af þessum mönnum sem gaman er að vera í kringum. Þar sem Ragnar er, þar er fjör. Hann er ævintýramaður sem lætur ekkert stoppa sig. 

Ragnar Þórisson.
Ragnar Þórisson.

Kári Sverriss, ljósmyndari 

Kári er einn af þeim sem hefur náð langt á sínu sviði. Hann er fylginn sér og gefst ekki upp. Í dag myndar hann heimsþekktar fyrirsætur og vinnur fyrir stór tískutímarit. Á dögunum myndaði hann nýju herferð Bláa lónsins sem vakið hefur athygli. 

Kári Sverriss.
Kári Sverriss.

Daníel Kári Guðjónsson, meistaranemi í afbrotafræði

Daníel brennur fyrir betra samfélagi manna en hann er meistaranemi í afbrotafræði í Lundi í Svíþjóð. Daníel er hjartahlýr og skemmtilegur. 

Daníel Kári Guðjónsson.
Daníel Kári Guðjónsson.

Bergsveinn Ólafsson, doktorsnemi í sálfræði 

Bergsveinn, eða Beggi Ólafs eins og hann er jafnan kallaður, er um þessar mundir í doktorsnámi í sálfræði í Kaliforníu. Hann er líka áhrifavaldur sem leggur mikið upp úr jákvæðri sálfræði. 

Bergsveinn Ólafsson.
Bergsveinn Ólafsson.

Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður

Friðrik Ómar er einn besti og skemmtilegasti tónlistarmaður landsins. Á árinu hefur hann líka gert gott mót í útvarpinu ásamt Sigga Gunnars. Friðrik hugsar vel um heilsuna og skellir sér reglulega í detox í Póllandi og á það til að kíkja til sólarlanda.

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/​Hari

Hlynur M. Jónsson, fasteignasali

Hlynur er einn hressasti maður landsins og þó víðar væri leitað. Hann bjó um tíma á Kýpur þar sem hann starfaði bæði sem fasteignasali en er fluttur heim. Hlynur er þekktur á samfélagsmiðlum meðal annars fyrir jákvæðni og lúxuslífstíl en hann kallar sig Elite. 

Hlynur M. Jónsson
Hlynur M. Jónsson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 

Kjartan hefur brennandi áhuga á stjórnmálum og borgarmálum. Hann brennur fyrir skipulagsmálum, skólamálum og málum eldri borgara. Hann er einn af þeim sem vill fá Sundabraut sem fyrst og að samgöngur í borginni verði bættar með mislægum gatnamótum. Kjartan er mikill húmoristi og hvers manns hugljúfi. 

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon.
mbl.is
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Guðrún Arnalds - Darshan
Guðrún Arnalds - Darshan
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda