Instagram: Afmæli, ástin og árshátíðir

Vikan var hress á Instragram.
Vikan var hress á Instragram. Ljósmynd/Samsett

Vikan á Instagram var fjörug og skemmtileg. Mikið var um árshátíðir um nýliðina helgi en á árshátíð Samherja var haldin í Gdansk en það voru fleiri fyrirtæki sem héldu árshátíðir um helgina. Þar á meðal Hrafnista, Akureyrarbær, Sýn, Norðurþing og Nova svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Þeir sem voru ekki á djamminu önduðu að sér haustinu eða fóru í afmæli. 

Ástin og Balenciaga!

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir birti glæsilega speglamynd af sér og kærasta sínum Alexander Alexandersson. Svala var með bleika hárkollu og Alexander í gulri Balenciagapeysu. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Hver?

Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt sem Saga B, fékk sér drykk á Tides, veitingastaðnum á Edition hótelinu. 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

Bleiki dagurinn!

Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, hélt bleika daginn svo sannarlega hátíðlegan á föstudaginn síðasta.

Ástfangin á ströndinni!

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir birti fallega mynd af sér og kærasta sínum, Ólafi Friðriki Ólafssyni, á ströndinni með dóttur sinni, Jóhönnu Guðrúnu Ólafsdóttur.

Kveðja frá Miami!

Tanja Ýr Ástþórsdóttir athafnakona nýtur lífsins í Miami í Bandaríkjunum um þessar myndir. Veðrið er auðvitað með besta móti í Miami um þessar mundir og því ærið tilefni að taka nokkrar bikinímyndir.

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

122 Níu líf!

Bubbi Morthens tónlistarmaður fagnaði því að sýningin Níu líf hefur nú verið sýnd 122 sinnum í Borgarleikhúsinu.

Haustgöngutúr!

Söngkonan Elísabet Ormslev skellti sér í göngu á kaffhús með son sinn í kerrunni. 

Ólafía 3.0!

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina. Það var mikið stuð í afmælinu hjá Ólafíu, sem virðist hafa skemmt sér konunglega með sínu nánasta fólki.

Bjór og bleik peysa!

Elín Erna Stefánsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, skellti sér út í bjór um helgina. 

Kaffi og fléttur!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir var með útlitið upp á tíu þegar hún skrapp út að sækja sér kaffi. Hún klæddist samstæðu setti í brúnum lit og var með tvær fléttur í hárinu.

Ástfangin í París!

Telma Fann­ey Magnús­dótt­ir segist elska París. Borg ástarinnar er ekki það eina sem einkaþjálfarinn Telma elskar en í París var hún með ástinni í lífi sínu. Unnusti Telmu er Jök­ull Júlí­us­son, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar Kal­eo. 

View this post on Instagram

A post shared by Telma Fanney (@telmaafanney)

Mæðgnadekur í útlöndum!

Söngkonan Birgitta Haukdal fór í stutt stopp til London með dóttur sinni. Mægðurnar nutu lífsins í borginni og kíktu meðal annars í leikhús og á góða veitingastaði. Birgitta er þekkt fyrir fallegan fataskáp og var hún að sjálfsögðu flottust í London líka í bleikri dragt. 

Skvís í grænum kjól! 

Jóhanna Helga Jensdóttir áhrifavaldur og sjónvarpsstjarna lét sig ekki vanta á árshátíðar Sýnar sem fram fór um helgina. Geir, kærasti hennar starfar hjá Vodafone sem er í eigu Sýnar. 

Ástrós naut sveitasælu! 

Ástrós Traustadóttir áhrifavaldur og dansari naut lífsins í sveitinni um helgina. 

Tók árshátíð Hrafnistu alla leið! 

Gígja Þórðardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu lét sig ekki vanta þegar árshátíð fyrirtækisins var haldin og bauð Gunnari Sverri Ásgeirssyni, manninum sínum, með. 

Hvítt við hvítt! 

Magnea Björg Jónasdóttir áhrifavaldur og LXS-skvísa skartaði fallegri hvítri ullarkápu í haustveðrinu. 

Og meira djamm! 

Bæjarfulltrúinn Hilda Jana lét sig ekki vanta á árshátíð Akureyrarbæjar sem fram fór um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Hilda Jana (@hildajana)

Kaðlapeysa og ullarfrakki! 

Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró eins og hann er kallaður tók á móti haustinu í kaðlapeysu og öllu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál