Ágúst og Elísabet trúlofuðu sig í borg ástarinnar

Ástin blómstrar hjá Ágústi Frey Hallssyni og Elísabetu Mettu Ásgeirsdóttur …
Ástin blómstrar hjá Ágústi Frey Hallssyni og Elísabetu Mettu Ásgeirsdóttur í París.

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Ásgeirsdóttir, eigendur veitingastaðarins Maikai eru yfir sig hamingjusöm eftir rómantískt bónorð. 

Parið tilkynnti gleðifréttirnar í gær með sameiginlegri færslu á Instagram, en af myndinni að dæma fór Ágúst Freyr á skeljarnar í borg ástarinnar, París í Frakklandi. 

„Og ég sagði já,“ skrifaði Elísabet Metta við mynd af þeim við Effelturninn, en á myndinni skartar Elísabet fallegum hring. Elísabet útskýrði svo fyrir fylgjendum sínum að hringurinn væri frá ömmu sinni. 

„Hringurinn hennar ömmu sem ég hef verið ástfangin af síðan ég var 4 ára. Ég elska hana svo mikið að hafa gefið Áka hann til þess að biðja mín,“ skrifaði Elísabet Metta. 

Það er falleg saga á bakvið hring Elísabetar.
Það er falleg saga á bakvið hring Elísabetar. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda