Herbert er laus og liðugur og ætlar að njóta vetrarins

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson.

Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er til í komandi vetur. Hann ætlar að skella sér til Spánar í vetur og vera duglegur að fara út að borða í Reykjavík. 

Hvað gerir þú til þess að hafa það notalegt á veturna?

„Ég skrepp til Spánar í golf.“

Hvernig rífurðu þig fram úr rúminu í skammdeginu?

„Með því að fara snemma að sofa daginn áður og vera útsofinn.“

Hvað finnst þér gaman að gera yfir vetrartímann?

„Ég er allra daga ársins maður, elska fallegan vetrardag þegar snjór er yfir öllu og elska líka fallegan sumardag þegar sólin skín í heiði.“

Hvað ætlar þú að elda í vetur?

„Ég bý einn um þessar mundir, er laus og liðugur. Þannig að út að borða er meira og oftast á dagskrá hjá mér. Stefni á að skoða og prófa veitingastaðaflóruna í Reykjavík í vetur.“

Ertu að fara að gera eitthvað skemmtilegt í vetur?

„Ég er að gera fullt af skemmtilegum hlutum í vetur, til dæmis stúdíóupptökur á eigin tónlist og myndbandagerð við eigin lög. Halda tónleika og fara á tónleika og leikhús, svo má lengi telja. Sem sagt allt á uppleið og fram á við á komandi vetri.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál