Hanna hætt sem ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri Húsa og Híbýla …
Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri Húsa og Híbýla og Gestgjafans. mbl.is/Aldís Pálsdóttir

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt að ritstýra tímaritunum Húsum og híbýlum og Gestgjafanum. Hún tók við ritstjórastarfi á Gestgjafanum 2016 og á Húsum og híbýlum 2019.

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út Hús og híbýli, Vikuna og Gestgjafann, staðfestir þetta í samtali við Smartland.

Hún segir að fyrirtækið sé að ganga í gegnum breytingar.

„Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki taki breytingum,“ segir hún og bætir við:

„Birtíngur hefur verið í stafrænni stefnubreytingu í nánast 2 ár og skipulagsbreytingar eru partur af því,“ segir hún en í sumar var Steingerði Steinarsdóttur sagt upp sem ritstjóra Vikunnar og Guðrún Óla Jónsdóttir ráðin í staðinn.

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs.
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál