Kristján Einar opnar sig um handtökuna á Spáni

Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn á Spáni í mars og …
Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn á Spáni í mars og sat inni í átta mánuði.

Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem var handtekinn í Málaga á Spáni í mars á þessu ári, segir að upprunalega hafi hann átt að vera í fangelsinu í sex ár. Það fór hins vegar ekki svo og losnaði hann eftir átta mánuði bak við lás og slá. Kristján Einar var gestur í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. 

Kristján Einar losnaði úr fangelsinu fyrir viku síðan. Spurður af hverju hann hafi verið handtekinn segir Kristján Einar að hann hafi lenti í rifrildi milli norskra stráka, sem hann hafði þekkt í nokkrar klukkustundir, og spænskra stráka. 

Kristján segist hafa stigið inn á milli strákanna og ýtt í einn heimamannanna. Þá er kallað til lögreglu sem kemur, ýtir honum upp við vegg og handtekur hann.

„Þetta gerðist svo hratt sko. Kominn í handjárn, beint inn á löggustöð, fjórar hæðir niður. Látinn sofa í kúk og pissi í fjóra daga, án matar og vatns. Svo er bara sagt, heyrðu þú ert að fara í „court“ í dag,“ segir Kristján og segist ekki hafa búist við því að vera fara eyða meira en einum til tveimur dögum í viðbót í fangelsinu.

Hann fékk lögfræðing frá spænska ríkinu og skildi ekki hvað átti sér stað í dómssalnum, því hann hafi ekki fengið túlk með sér. „Það er bara sagt við mig: „þú ert að fara í fangelsi“,“ segir Kristján.

Fékk 40 sekúndur til að hringja til Íslands

Kristján segir litla upplýsingagjöf hafa fylgt í kjölfarið og hann hafi bara fengið 40 sekúndur til að hringja heim til Íslands og útskýra fyrir fjölskyldu sinni að hann hafi verið handtekinn í Málaga og sæti nú inni í fangelsi. 

Hann segir að fjölskyldan hans hafi þurft að leita að honum, því hann hafi ekki náð að koma því að í hvaða fangelsi hann væri. Móðir hans hafi svo verið komin út um tveimur dögum eftir símtalið og verið í Málaga alla átta mánuðina sem hann var í fangelsi. 

Eftir um mánuði í fangelsinu fékk hann símasamning og þá fékk hann að hringja átta mínútna löng símtöl. 

Viðtalið í heild sinni má nálgast á YouTube og á vefsíðu þáttanna

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál