Íslensk ofurpör elska að trúlofa sig í París

Bónorð í París er vinsæl og heppnast vel.
Bónorð í París er vinsæl og heppnast vel. Samsett mynd

París er borg ástarinnar og það vita Íslendingar. Það er einstaklega vinsælt að fara á skeljarnar í borginni og margar íslenskar stjörnur gert það með mjög góðum árangri í gegnum árin. Bónorð í borginni hafa verið sérstaklega vinsæl í sumar og haust.  

Lína Birgitta og Gummi Kíró

At­hafna- og áhrifa­valdap­arið Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son trú­lofuðu sig í Par­ís í haust. 

Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Helgi og Birta Hlín

Tiktok-stjarnan Birta Hlín Sig­urðardótt­ir og Helgi Jónsson trúlofuðu sig í París á dögunum. 

Helgi Jónsson og Birta Hlín Sigurðardóttir eru trúlofuð.
Helgi Jónsson og Birta Hlín Sigurðardóttir eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Pétur og Elísabet

Tón­list­armaður­inn Pét­ur Finn­boga­son og fjöl­miðlakon­an Elísa­bet Hanna Maríu­dótt­ir túlofuðu sig í fallegu haustveðri í París á dögunum. 

Pétur Finnbogason og Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð.
Pétur Finnbogason og Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Ási og Sara

Ásgrím­ur Geir Loga­son, leik­ari og hlaðvarps­stjarna, nýtti Parísarferð í haust til þess að fara á skeljarnar. Að sjálfsögðu sagði einkaþjálfarinn og flugfreyjan Sara Davíðsdóttir já. 

Ásgrímur Geir Logason og Sara Davíðsdóttir trúlofuðu sig í París …
Ásgrímur Geir Logason og Sara Davíðsdóttir trúlofuðu sig í París í Frakklandi. Skjáskot/Instagram

Ágúst og Elísabet Metta

Ágúst Freyr Halls­son og Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir, eig­end­ur veit­ingastaðar­ins Maikai, trúlofuðu sig í París í október. 

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir.
Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir.

Garðar og Fanney

Fót­boltamaður­inn Garðar Gunn­laugs­son og förðun­ar­fræðing­ur­inn og flug­freyj­an Fann­ey Sandra Al­berts­dótt­ir trúlofuðu sig í París í sumar. Parið birti myndskeið þar sem Garðar fór á skeljarnar við Eiffel-turninn. 

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð.
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir eru trúlofuð.

Arnar Gauti og Berglind

Lífs­stíls­hönnuður­inn og sjón­varps­stjarn­an Arn­ar Gauti Sverris­son og Berg­lind Sif Valdemars­dótt­ir kenn­ari trúlofuðu sig í París í fyrrasumar. Þau giftu sig síðan í sumar og var að sjálfsögðu franskt þema í brúðkaupinu. 

Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Valdimarsdóttir.
Arnar Gauti Sverrisson og Berglind Valdimarsdóttir. Ljósmynd/Silla Páls

Steinunn og Sturla Atlas

Tón­list­armaður­inn og leik­ar­inn Sig­ur­bjart­ur Sturla Atla­son, bet­ur þekkt­ur und­ir nafn­inu Sturla Atlas, trú­lofaðist unn­ustu sinni, Stein­unni Ar­in­bjarn­ar­dótt­ur leikkonu, í París árið 2018. 

Steinunn Arinbjarnardóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa sett íbúð sína …
Steinunn Arinbjarnardóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa sett íbúð sína á sölu. Skjáskot/Instagram

Viktoría og Sóli Hólm

Fyrir heimsfaraldur fór grínistinn Sóli Hólm á skeljarnar og bað Viktoríu Hermannsdóttir. Sóli greindi frá ævintýralegri ferð til Parísar árið 2018 sem endaði með trúlofun. Þau giftu sig í sumar. 

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál