Tekur líka við typpamyndum

Sigga Dögg kynfræðingur tekur nú á móti typpamyndum.
Sigga Dögg kynfræðingur tekur nú á móti typpamyndum. mbl.is/Árni Sæberg

Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, tekur nú á móti myndum af typpum til að birta inni á vefsíðu sinni. Fyrr í vetur opnaði Sigga fyrir innsendingar á píkumyndum og hefur síðan þá birt eina mynd af píku á dag á vef sínum. 

Sigga greindi frá því að nú tæki hún líka við typpamyndum og virðist hafa fengið margar fyrirspurnir hvort bara mætti senda inn píkumyndir. Typpamyndirnar munu þó ekki birtast á netinu fyrr en eftir áramót heldur munu píkur eiga sviðið út árið. 

Sigga, sem er eig­andi Betra kyn­lífs, hef­ur frætt þjóðina um hinar ýmsu hliðar kyn­lífs und­an­far­in ár og sinnt kyn­fræðslu. Myndirnar verða notaðar til fræðslu og birtast nafnlaust á vef hennar. 

Þau sem vilja senda inn typpamynd þurfa að tilgreina hvers vegna myndin er send inn og í hvaða sambandi viðkomandi á við kynfæri sín.

Áhuga­söm geta sent Siggu mynd­ir á In­sta­gram eða í tölvu­pósti á sigga@sigga­dogg.is.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda