Eggert og Jónína hvort í sína áttina

Eggert Benedikt Guðmundsson og Jónína Lýðsdóttir.
Eggert Benedikt Guðmundsson og Jónína Lýðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Benedikt Guðmundsson leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar hjá forsætisráðuneytinu og Jónína Lýðsdóttir sem er með meistaragráðu í ferðamálafræði eru farin hvort í sína áttina. Eggert hefur verið áberandi í viðskiptalífinu en hann var einu sinni forstjóri N1 og líka stjórnarmaður hjá Landsneti.

Hjónin eru líka þekkt fyrir það að vera foreldrar leikkonunnar Unnar Eggertsdóttur sem hefur gert það gott í Bandaríkjunum. 

Hjónin bjuggu á ættaróðali Eggerts í Skerjafirði en húsið var auglýst til sölu fyrir ári síðan. Afi Eggerts Bene­dikts, Eggert Claessen banka­stjóri og hæsta­rétt­ar­lögmaður, eignaðist húsið 1922. Lét hann byggja við húsið og var þeim breyt­ing­um lokið árið 1924. Hann nefndi hús sitt Reyn­istað eft­ir sam­nefndu stór­býli í Skagaf­irði þaðan sem hann var ættaður. Elsti hluti húss­ins er tal­inn vera byggður 1874.

Frænkur Benedikts, Lára Björg Björnsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, og systir hennar, Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur í New York, keyptu ættaróðalið ásamt eiginmönnum sínum eins og Smartland greindi frá á dögunum. 

Smartland óskar Eggerti og Jónínu góðs gengis! 

Unnur Eggertsdóttir leikkona.
Unnur Eggertsdóttir leikkona. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál