Brynja Scheving og Þorsteinn giftu sig í Las Vegas

Brynja Scheving og Þorsteinn Halldórsson giftu sig í Las Vegas …
Brynja Scheving og Þorsteinn Halldórsson giftu sig í Las Vegas í gær. Ljósmynd/Facebook

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandliðs Íslands, og Brynja Scheving, skólastjóri í Ballettskóla Eddu Scheving, gengu í hjónaband í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. 

Hin nýgiftu hjón greindu frá hjónabandinu á samfélagsmiðlum. Þau birtu myndir af sér við hið vinsæla skilti á leið inn í borgina og fögnuðu meðal annars með hressum stuðningsmönnum Argentínu, sem fögnuðu sigri í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í gær.

Brynju þekkja margir úr Ballettskólanum en hún hefur líklega kennt helmingi höfuðborgarbúa sín fyrstu ballettspor. Þorsteinn tók við kvennalandsliðinu í janúar 2021 og stýrði meðal annars liðinu á EM í sumar. 

Vinsælt er að ganga í hjónaband í Las Vegas en þar úir allt og grúir í litlum fallegum kapellum þar sem hægt er að ganga í hjónaband. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál